Innlent

Tæpur helmingur styður næstu ríkisstjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, oddvitar nýrrar ríkisstjórnar sem verður formlega sett á ríkissráðsfundi á morgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, oddvitar nýrrar ríkisstjórnar sem verður formlega sett á ríkissráðsfundi á morgun.

Framsóknarflokkurinn fer niður fyrir 20 prósent fylgi í nýjustu könnun MMR á tímabilinu 14. til 17 maí og mælist nú með 19,9%. Flokkurinn var með 22,4% í síðustu könnun fyrirtækisins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 28,4%, borið saman við 26,7% í síðustu mælingu og er á uppleið. Samanlagður stuðningur við næstu ríkisstjórn eru því rúm 48%.

Samfylkingin mælst með 11,7% fylgi, borið saman við 13,0% í síðustu mælingu og Vinstri græn mælast nú með 12,1% fylgi, borið saman við 11,6%.

Björt framtíð mælist með 11,3% fylgi borið saman við 7,7% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mælist með 6,5% fylgi, borið saman við 7,5% í síðustu mælingu.

Hægt er að skoða könnunina nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×