Innlent

Hver er Sigmundur Davíð?

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Foreldar Sigmundar Davíðs voru ósammála um hvort sonurinn myndi feta pólitíska veginn. Faðir hans segist alla tíð hafa verið viss um það en móðirin ekki.

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er fæddur þann 12. mars 1975. Faðir Sigmundar er Gunnlaugur M. Sigmundsson fyrrv. alþingismaður og framkvæmdarstjóri, og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir lífeindafræðingur og skrifstofustjóri. Sigmundur er giftur Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur mannfræðingi. Saman eiga þau dótturina Sigríði Elínu sem fæddist í fyrra. Þetta kemur fram á vef alþingis.



Sigmundur lauk stúdentsprófi frá MR árið 1995. Hann kláraði BS-próf frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2005, auk hlutanáms í fjölmiðlafræði. Sigmundur hóf svo nám við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla í alþjóðasamskptum og opinberri stjórnskýslu. Þá fór hann í framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla með áherslu á tengsl hagrænnar þróunar og skipulagsmála.



Sigmundur starfaði sem þáttastjórnandi og fréttamaður í hlutastarfi hjá RÚV á tímabilinu 2000-2007. Hann var fulltrúi í skipulagsráði Reykjavíkjavíkurborgar 2008 – 2010 og hefur  verið formaður Framsóknarflokksins frá árinu 2009.



Sigmundur Davíð er verðandi forsætisráðherra, yngstur allra í sögu lýðveldisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×