Gunnar Bragi utanríkisráðherra: "Alvöru hlé“ á viðræðum við ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2013 22:41 Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks- og Sjálfstæðisflokks, segist spenntur að taka við verkefninu. Hann segir að gert verði „alvöru hlé“ á aðildarviðræðum við ESB í samræmi við stefnu flokkanna. Gunnar Bragi er 44 ára gamall og frá Sauðárkróki. Líkt og aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins sest hann í ríkisstjórn í fyrsta sinn, en hefur setið á þingi frá 2009 og var áður formaður þingflokks Framsóknar. „Ég ætla ekki að lýsa einhverju stóru yfir svona nokkrum mínútum eftir að hafa verið tilnefndur sem ráðherra, en það er alveg ljóst að samkvæmt sáttmálanum sem þessir tveir flokkar hafa gert, þá verður gert alvöru hlé á þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi, aðspurður um orðalagið að gera hlé, en eins og flestum er kunnugt var fráfarandi ríkisstjórn búin að gera hlé á aðildarviðræðunum við ESB, svo fljótt á litið hefði „hlé“ ekki falið í sér efnislega breytingu frá ríkjandi ástandi í aðildarferlinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna tveggja kemur fram að úttekt verði gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins. Úttektin verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi segir að það verði m.a sitt verkefni sem utanríkisráðherra að leiða þessi verkefni til lykta. Verkefni tengd aðildarumsókninni og stöðvun viðræðna séu þó ekki einu áskoranir nýs ráðherra. „Það eru vitanlega mörg verkefni í þessu ráðuneyti og það verður gaman og mikil áskorun að takast á við verkefni sem snýr að Norðurslóðum og bæta samskipti í vestur og austur og allar áttir,“ segir nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson. Sjá má sjónvarpsviðtal við ráðherrann sem tekið var eftir þingflokksfundinn í kvöld, með því að smella á hlekk hér fyrir ofan eða hér. Þar ræðir hann ESB, málefni Kína og utanríkisstefnu forsetans, hugsanlegan niðurskurð í utanríkisþjónustunni og fleira. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks- og Sjálfstæðisflokks, segist spenntur að taka við verkefninu. Hann segir að gert verði „alvöru hlé“ á aðildarviðræðum við ESB í samræmi við stefnu flokkanna. Gunnar Bragi er 44 ára gamall og frá Sauðárkróki. Líkt og aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins sest hann í ríkisstjórn í fyrsta sinn, en hefur setið á þingi frá 2009 og var áður formaður þingflokks Framsóknar. „Ég ætla ekki að lýsa einhverju stóru yfir svona nokkrum mínútum eftir að hafa verið tilnefndur sem ráðherra, en það er alveg ljóst að samkvæmt sáttmálanum sem þessir tveir flokkar hafa gert, þá verður gert alvöru hlé á þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi, aðspurður um orðalagið að gera hlé, en eins og flestum er kunnugt var fráfarandi ríkisstjórn búin að gera hlé á aðildarviðræðunum við ESB, svo fljótt á litið hefði „hlé“ ekki falið í sér efnislega breytingu frá ríkjandi ástandi í aðildarferlinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna tveggja kemur fram að úttekt verði gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins. Úttektin verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi segir að það verði m.a sitt verkefni sem utanríkisráðherra að leiða þessi verkefni til lykta. Verkefni tengd aðildarumsókninni og stöðvun viðræðna séu þó ekki einu áskoranir nýs ráðherra. „Það eru vitanlega mörg verkefni í þessu ráðuneyti og það verður gaman og mikil áskorun að takast á við verkefni sem snýr að Norðurslóðum og bæta samskipti í vestur og austur og allar áttir,“ segir nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson. Sjá má sjónvarpsviðtal við ráðherrann sem tekið var eftir þingflokksfundinn í kvöld, með því að smella á hlekk hér fyrir ofan eða hér. Þar ræðir hann ESB, málefni Kína og utanríkisstefnu forsetans, hugsanlegan niðurskurð í utanríkisþjónustunni og fleira.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira