Er best að búa á Norðurlöndum? Guðmundur Edgarsson skrifar 2. október 2013 06:00 Þegar við frjálshyggjumenn tölum fyrir mikilvægi hins frjálsa markaðar í rekstri þjóðfélags fáum við gjarna að heyra að ekki sé nú frjálshyggjunni fyrir að fara í þeim löndum sem best vegnar á mælikvarða lífskjara og ýmissa lýðréttinda. Þá er iðulega bent á Norðurlöndin, þau séu rekin samkvæmt félagshyggjulíkani með sterku ríkisvaldi og umtalsverðri miðstýringu.Frelsisvísitölur Í þessu samhengi er rétt að skoða hvernig Norðurlöndin raðast á lista þeirra landa sem Heritage-stofnunin hefur mælt með tilliti til efnahagslegs frelsis. Efnahagslegt frelsi er metið út frá eftirfarandi fjórum meginþáttum: eignarrétti, umfangi ríkisafskipta, skilvirkni vinnumarkaðslöggjafar og viðskiptafrelsi. Hverjum þessara fjögurra meginþátta er svo skipt í nokkra undirþætti sem of langt mál er að gera grein fyrir hér. Stofnunin tekur út tæp 180 ríki og skiptir þeim svo í eftirfarandi fimm flokka eftir því hve há frelsisvísitalan reynist vera: frjáls ríki (80-100 stig); frjáls að mestu (70-79,9 stig); hóflega frjáls (60-69,9); ófrjáls að mestu (50-59,9) og heft (0-49,9).Frjálshyggja á Norðurlöndum Aðeins fimm lönd komast í hóp frjálsra ríkja samkvæmt útreikningum stofnunarinnar. Röð þeirra er eftirfarandi: Hong Kong, Singapúr, Ástralía, Nýja-Sjáland og Sviss. Fyrir utan það að ekkert Norðurlanda kemst á topp fimm, vekur tvennt athygli hvað hóp frjálsustu ríkja varðar. Annars vegar að BNA eru ekki þar á meðal, þvert á þá mýtu að Bandaríkin séu fyrirmyndarríki frjálshyggjumanna. Hins vegar að aðeins eitt Evrópuríki er í þessum hópi, þ.e. Sviss. Í næsta flokk, þ.e. í hóp þeirra ríkja sem Heritage-stofnunin metur sem frjáls að mestu í efnahagslegu tilliti, koma þrjátíu lönd. Er Norðurlöndin þar að finna? Jú, öll Norðurlöndin teljast meðal þeirra ríkja sem búa við mikið efnahagslegt frelsi. Norðurlöndin raðast þannig: Danmörk (9. sæti), Finnland (16. sæti), Svíþjóð (18. sæti), Ísland (23. sæti) og Noregur (31. sæti). Bandaríkin eru einnig í þessum hópi, nánar tiltekið í 10. sæti. Vert er að veita því eftirtekt að Danmörk er aðeins fjórum sætum frá því að komast á lista yfir frjálsustu ríki heims, telst meira að segja frjálsara en sjálf Bandaríkin, land sem margir hafa talið ímynd kapítalismans í heiminum. Í stuttu máli: af um 180 löndum sem Heritage-stofnunin mælir með tilliti til efnahagslegs frelsis teljast öll Norðurlöndin meðal 10-20% efstu.Norðurlönd frjálsari en BNA? Séu Norðurlöndin borin saman við Bandaríkin hvað efnahagslegt frelsi varðar kemur í ljós að Norðurlöndin standa Bandaríkjunum framar á ýmsum sviðum. Skattar á fyrirtæki eru umtalsvert lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld til hernaðarmála eru mun lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld bandaríska ríkisins til heilbrigðismála (aðallega vegna Medicaid og Medicare) eru hærri en á öllum Norðurlöndum að Noregi undanskildum þrátt fyrir að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum sé rekinn á vegum einkaaðila. Hvað samanburð við Ísland varðar má nefna einkavæðingu í skóla- og heilbrigðiskerfinu en þar standa Norðurlönd, t.a.m. Svíar, mun framar okkur Íslendingum en fólk vill vera láta.Nýja-Sjáland, Sviss og Hong Kong Þótt ríkisumsvif og skattheimta hvers konar sé að mati okkar frjálshyggjumanna alltof mikil á Norðurlöndum er því ekki að neita að í samanburði við aðrar þjóðir teljast Norðurlönd í hópi lýðfrjálsari ríkja, bæði hvað varðar efnahagslegt frelsi og borgaraleg réttindi. Engu að síður eru lönd sem standa Norðurlöndum enn framar að þessu leyti, t.d. Nýja-Sjáland og Sviss. Á Nýja-Sjálandi er t.d. fjöldi opinberra starfsmanna innan við 10% á meðan fjöldi þeirra á Norðurlöndum er á milli 20-30%. Sömu sögu er að segja um Sviss. Sviss er skipt upp í 26 kantónur sem hver um sig hefur verulegt sjálfræði yfir sínum málum. Það hefur orðið til þess að skapast hefur mikil samkeppni á milli þeirra um vinnuafl og fyrirtæki sem svo aftur hefur leitt til þess að skattar í Sviss eru meðal þeirra allra lægstu á Vesturlöndum. Fyrir vikið hefur einkaframtak notið sín þar í mun meiri mæli en tíðkast í flestum öðrum vestrænum ríkjum, t.d. er heilbrigðisþjónustan í Sviss að mestu í höndum einkaaðila. Þá er eftirtektarvert að í Hong Kong kostar heilbrigðiskerfið einungis um 6% af þjóðarframleiðslu. Umtalsverður hluti heilbrigðisþjónustunnar í Hong Kong er einkarekinn. Til samanburðar nemur sama hlutfall um 10-12% á Norðurlöndum.Horfa út fyrir Skandinavíu Af framansögðu er ljóst að rökrétt er að horfa í frekari mæli til landa eins og Sviss og Nýja-Sjálands og jafnvel Hong Kong (þótt það ríki sé um margt sér á báti) heldur en að einblína á Norðurlönd þegar leitað er fyrirmyndarlanda hvað varðar efnahagslegt sjálfstæði, verðmætasköpun og velferð almennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar við frjálshyggjumenn tölum fyrir mikilvægi hins frjálsa markaðar í rekstri þjóðfélags fáum við gjarna að heyra að ekki sé nú frjálshyggjunni fyrir að fara í þeim löndum sem best vegnar á mælikvarða lífskjara og ýmissa lýðréttinda. Þá er iðulega bent á Norðurlöndin, þau séu rekin samkvæmt félagshyggjulíkani með sterku ríkisvaldi og umtalsverðri miðstýringu.Frelsisvísitölur Í þessu samhengi er rétt að skoða hvernig Norðurlöndin raðast á lista þeirra landa sem Heritage-stofnunin hefur mælt með tilliti til efnahagslegs frelsis. Efnahagslegt frelsi er metið út frá eftirfarandi fjórum meginþáttum: eignarrétti, umfangi ríkisafskipta, skilvirkni vinnumarkaðslöggjafar og viðskiptafrelsi. Hverjum þessara fjögurra meginþátta er svo skipt í nokkra undirþætti sem of langt mál er að gera grein fyrir hér. Stofnunin tekur út tæp 180 ríki og skiptir þeim svo í eftirfarandi fimm flokka eftir því hve há frelsisvísitalan reynist vera: frjáls ríki (80-100 stig); frjáls að mestu (70-79,9 stig); hóflega frjáls (60-69,9); ófrjáls að mestu (50-59,9) og heft (0-49,9).Frjálshyggja á Norðurlöndum Aðeins fimm lönd komast í hóp frjálsra ríkja samkvæmt útreikningum stofnunarinnar. Röð þeirra er eftirfarandi: Hong Kong, Singapúr, Ástralía, Nýja-Sjáland og Sviss. Fyrir utan það að ekkert Norðurlanda kemst á topp fimm, vekur tvennt athygli hvað hóp frjálsustu ríkja varðar. Annars vegar að BNA eru ekki þar á meðal, þvert á þá mýtu að Bandaríkin séu fyrirmyndarríki frjálshyggjumanna. Hins vegar að aðeins eitt Evrópuríki er í þessum hópi, þ.e. Sviss. Í næsta flokk, þ.e. í hóp þeirra ríkja sem Heritage-stofnunin metur sem frjáls að mestu í efnahagslegu tilliti, koma þrjátíu lönd. Er Norðurlöndin þar að finna? Jú, öll Norðurlöndin teljast meðal þeirra ríkja sem búa við mikið efnahagslegt frelsi. Norðurlöndin raðast þannig: Danmörk (9. sæti), Finnland (16. sæti), Svíþjóð (18. sæti), Ísland (23. sæti) og Noregur (31. sæti). Bandaríkin eru einnig í þessum hópi, nánar tiltekið í 10. sæti. Vert er að veita því eftirtekt að Danmörk er aðeins fjórum sætum frá því að komast á lista yfir frjálsustu ríki heims, telst meira að segja frjálsara en sjálf Bandaríkin, land sem margir hafa talið ímynd kapítalismans í heiminum. Í stuttu máli: af um 180 löndum sem Heritage-stofnunin mælir með tilliti til efnahagslegs frelsis teljast öll Norðurlöndin meðal 10-20% efstu.Norðurlönd frjálsari en BNA? Séu Norðurlöndin borin saman við Bandaríkin hvað efnahagslegt frelsi varðar kemur í ljós að Norðurlöndin standa Bandaríkjunum framar á ýmsum sviðum. Skattar á fyrirtæki eru umtalsvert lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld til hernaðarmála eru mun lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld bandaríska ríkisins til heilbrigðismála (aðallega vegna Medicaid og Medicare) eru hærri en á öllum Norðurlöndum að Noregi undanskildum þrátt fyrir að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum sé rekinn á vegum einkaaðila. Hvað samanburð við Ísland varðar má nefna einkavæðingu í skóla- og heilbrigðiskerfinu en þar standa Norðurlönd, t.a.m. Svíar, mun framar okkur Íslendingum en fólk vill vera láta.Nýja-Sjáland, Sviss og Hong Kong Þótt ríkisumsvif og skattheimta hvers konar sé að mati okkar frjálshyggjumanna alltof mikil á Norðurlöndum er því ekki að neita að í samanburði við aðrar þjóðir teljast Norðurlönd í hópi lýðfrjálsari ríkja, bæði hvað varðar efnahagslegt frelsi og borgaraleg réttindi. Engu að síður eru lönd sem standa Norðurlöndum enn framar að þessu leyti, t.d. Nýja-Sjáland og Sviss. Á Nýja-Sjálandi er t.d. fjöldi opinberra starfsmanna innan við 10% á meðan fjöldi þeirra á Norðurlöndum er á milli 20-30%. Sömu sögu er að segja um Sviss. Sviss er skipt upp í 26 kantónur sem hver um sig hefur verulegt sjálfræði yfir sínum málum. Það hefur orðið til þess að skapast hefur mikil samkeppni á milli þeirra um vinnuafl og fyrirtæki sem svo aftur hefur leitt til þess að skattar í Sviss eru meðal þeirra allra lægstu á Vesturlöndum. Fyrir vikið hefur einkaframtak notið sín þar í mun meiri mæli en tíðkast í flestum öðrum vestrænum ríkjum, t.d. er heilbrigðisþjónustan í Sviss að mestu í höndum einkaaðila. Þá er eftirtektarvert að í Hong Kong kostar heilbrigðiskerfið einungis um 6% af þjóðarframleiðslu. Umtalsverður hluti heilbrigðisþjónustunnar í Hong Kong er einkarekinn. Til samanburðar nemur sama hlutfall um 10-12% á Norðurlöndum.Horfa út fyrir Skandinavíu Af framansögðu er ljóst að rökrétt er að horfa í frekari mæli til landa eins og Sviss og Nýja-Sjálands og jafnvel Hong Kong (þótt það ríki sé um margt sér á báti) heldur en að einblína á Norðurlönd þegar leitað er fyrirmyndarlanda hvað varðar efnahagslegt sjálfstæði, verðmætasköpun og velferð almennt.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun