
Er best að búa á Norðurlöndum?
Frelsisvísitölur
Í þessu samhengi er rétt að skoða hvernig Norðurlöndin raðast á lista þeirra landa sem Heritage-stofnunin hefur mælt með tilliti til efnahagslegs frelsis. Efnahagslegt frelsi er metið út frá eftirfarandi fjórum meginþáttum: eignarrétti, umfangi ríkisafskipta, skilvirkni vinnumarkaðslöggjafar og viðskiptafrelsi. Hverjum þessara fjögurra meginþátta er svo skipt í nokkra undirþætti sem of langt mál er að gera grein fyrir hér. Stofnunin tekur út tæp 180 ríki og skiptir þeim svo í eftirfarandi fimm flokka eftir því hve há frelsisvísitalan reynist vera: frjáls ríki (80-100 stig); frjáls að mestu (70-79,9 stig); hóflega frjáls (60-69,9); ófrjáls að mestu (50-59,9) og heft (0-49,9).
Frjálshyggja á Norðurlöndum
Aðeins fimm lönd komast í hóp frjálsra ríkja samkvæmt útreikningum stofnunarinnar. Röð þeirra er eftirfarandi: Hong Kong, Singapúr, Ástralía, Nýja-Sjáland og Sviss. Fyrir utan það að ekkert Norðurlanda kemst á topp fimm, vekur tvennt athygli hvað hóp frjálsustu ríkja varðar. Annars vegar að BNA eru ekki þar á meðal, þvert á þá mýtu að Bandaríkin séu fyrirmyndarríki frjálshyggjumanna. Hins vegar að aðeins eitt Evrópuríki er í þessum hópi, þ.e. Sviss.
Í næsta flokk, þ.e. í hóp þeirra ríkja sem Heritage-stofnunin metur sem frjáls að mestu í efnahagslegu tilliti, koma þrjátíu lönd. Er Norðurlöndin þar að finna? Jú, öll Norðurlöndin teljast meðal þeirra ríkja sem búa við mikið efnahagslegt frelsi. Norðurlöndin raðast þannig: Danmörk (9. sæti), Finnland (16. sæti), Svíþjóð (18. sæti), Ísland (23. sæti) og Noregur (31. sæti).
Bandaríkin eru einnig í þessum hópi, nánar tiltekið í 10. sæti. Vert er að veita því eftirtekt að Danmörk er aðeins fjórum sætum frá því að komast á lista yfir frjálsustu ríki heims, telst meira að segja frjálsara en sjálf Bandaríkin, land sem margir hafa talið ímynd kapítalismans í heiminum. Í stuttu máli: af um 180 löndum sem Heritage-stofnunin mælir með tilliti til efnahagslegs frelsis teljast öll Norðurlöndin meðal 10-20% efstu.
Norðurlönd frjálsari en BNA?
Séu Norðurlöndin borin saman við Bandaríkin hvað efnahagslegt frelsi varðar kemur í ljós að Norðurlöndin standa Bandaríkjunum framar á ýmsum sviðum. Skattar á fyrirtæki eru umtalsvert lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld til hernaðarmála eru mun lægri á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum. Útgjöld bandaríska ríkisins til heilbrigðismála (aðallega vegna Medicaid og Medicare) eru hærri en á öllum Norðurlöndum að Noregi undanskildum þrátt fyrir að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum sé rekinn á vegum einkaaðila.
Hvað samanburð við Ísland varðar má nefna einkavæðingu í skóla- og heilbrigðiskerfinu en þar standa Norðurlönd, t.a.m. Svíar, mun framar okkur Íslendingum en fólk vill vera láta.
Nýja-Sjáland, Sviss og Hong Kong
Þótt ríkisumsvif og skattheimta hvers konar sé að mati okkar frjálshyggjumanna alltof mikil á Norðurlöndum er því ekki að neita að í samanburði við aðrar þjóðir teljast Norðurlönd í hópi lýðfrjálsari ríkja, bæði hvað varðar efnahagslegt frelsi og borgaraleg réttindi. Engu að síður eru lönd sem standa Norðurlöndum enn framar að þessu leyti, t.d. Nýja-Sjáland og Sviss.
Á Nýja-Sjálandi er t.d. fjöldi opinberra starfsmanna innan við 10% á meðan fjöldi þeirra á Norðurlöndum er á milli 20-30%. Sömu sögu er að segja um Sviss. Sviss er skipt upp í 26 kantónur sem hver um sig hefur verulegt sjálfræði yfir sínum málum. Það hefur orðið til þess að skapast hefur mikil samkeppni á milli þeirra um vinnuafl og fyrirtæki sem svo aftur hefur leitt til þess að skattar í Sviss eru meðal þeirra allra lægstu á Vesturlöndum. Fyrir vikið hefur einkaframtak notið sín þar í mun meiri mæli en tíðkast í flestum öðrum vestrænum ríkjum, t.d. er heilbrigðisþjónustan í Sviss að mestu í höndum einkaaðila.
Þá er eftirtektarvert að í Hong Kong kostar heilbrigðiskerfið einungis um 6% af þjóðarframleiðslu. Umtalsverður hluti heilbrigðisþjónustunnar í Hong Kong er einkarekinn. Til samanburðar nemur sama hlutfall um 10-12% á Norðurlöndum.
Horfa út fyrir Skandinavíu
Af framansögðu er ljóst að rökrétt er að horfa í frekari mæli til landa eins og Sviss og Nýja-Sjálands og jafnvel Hong Kong (þótt það ríki sé um margt sér á báti) heldur en að einblína á Norðurlönd þegar leitað er fyrirmyndarlanda hvað varðar efnahagslegt sjálfstæði, verðmætasköpun og velferð almennt.
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar