Háskóli Íslands bætir stöðu sína á lista bestu háskóla heims Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. október 2013 22:21 Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Samsett Háskóli Íslands fer upp um 20 sæti á milli ára á lista yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. HÍ er í sæti 251 til 275 af 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu háskóla heims. „Það eru auðvitað einstök gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfsaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag að eiga háskóla á þessum eftirsótta lista þriðja árið í röð. Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. „Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur má að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Hér þarf að snúa hratt við þeirri þróun sem verið hefur frá hruni og birst hefur í stöðugum niðurskurði fjárframlaga til háskólastarfsins. Það er nauðsynlegt til að við getum staðið vörð um árangur skólans og tryggt að hann geti áfram lagt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum. Á því byggist framtíðarhagvöxtur á Íslandi.“ Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.Rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi ræður mestu Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi. „Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listanum, er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir Háskóla Íslands er samstarf við Landspítala, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og aðrar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum gífurlega öflugt þekkingarnet,“ segir Kristín. Kristín segir jafnframt að þessi staða Háskóla Íslands á lista Times Higher Education opni skólanum fjölmörg tækifæri og laði að nýja samstarfsaðila. „Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í samvinnu við öfluga alþjóðlega og innlenda samstarfsaðila. Slík uppbygging mun án efa fela í sér fjölmörg ný tækifæri fyrir vísindamenn og nemendur Háskóla Íslands.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Háskóli Íslands fer upp um 20 sæti á milli ára á lista yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. HÍ er í sæti 251 til 275 af 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu háskóla heims. „Það eru auðvitað einstök gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfsaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag að eiga háskóla á þessum eftirsótta lista þriðja árið í röð. Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. „Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur má að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Hér þarf að snúa hratt við þeirri þróun sem verið hefur frá hruni og birst hefur í stöðugum niðurskurði fjárframlaga til háskólastarfsins. Það er nauðsynlegt til að við getum staðið vörð um árangur skólans og tryggt að hann geti áfram lagt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum. Á því byggist framtíðarhagvöxtur á Íslandi.“ Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.Rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi ræður mestu Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi. „Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listanum, er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir Háskóla Íslands er samstarf við Landspítala, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og aðrar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum gífurlega öflugt þekkingarnet,“ segir Kristín. Kristín segir jafnframt að þessi staða Háskóla Íslands á lista Times Higher Education opni skólanum fjölmörg tækifæri og laði að nýja samstarfsaðila. „Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í samvinnu við öfluga alþjóðlega og innlenda samstarfsaðila. Slík uppbygging mun án efa fela í sér fjölmörg ný tækifæri fyrir vísindamenn og nemendur Háskóla Íslands.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira