Háskóli Íslands bætir stöðu sína á lista bestu háskóla heims Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. október 2013 22:21 Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Samsett Háskóli Íslands fer upp um 20 sæti á milli ára á lista yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. HÍ er í sæti 251 til 275 af 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu háskóla heims. „Það eru auðvitað einstök gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfsaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag að eiga háskóla á þessum eftirsótta lista þriðja árið í röð. Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. „Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur má að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Hér þarf að snúa hratt við þeirri þróun sem verið hefur frá hruni og birst hefur í stöðugum niðurskurði fjárframlaga til háskólastarfsins. Það er nauðsynlegt til að við getum staðið vörð um árangur skólans og tryggt að hann geti áfram lagt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum. Á því byggist framtíðarhagvöxtur á Íslandi.“ Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.Rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi ræður mestu Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi. „Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listanum, er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir Háskóla Íslands er samstarf við Landspítala, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og aðrar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum gífurlega öflugt þekkingarnet,“ segir Kristín. Kristín segir jafnframt að þessi staða Háskóla Íslands á lista Times Higher Education opni skólanum fjölmörg tækifæri og laði að nýja samstarfsaðila. „Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í samvinnu við öfluga alþjóðlega og innlenda samstarfsaðila. Slík uppbygging mun án efa fela í sér fjölmörg ný tækifæri fyrir vísindamenn og nemendur Háskóla Íslands.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Háskóli Íslands fer upp um 20 sæti á milli ára á lista yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. HÍ er í sæti 251 til 275 af 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu háskóla heims. „Það eru auðvitað einstök gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfsaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag að eiga háskóla á þessum eftirsótta lista þriðja árið í röð. Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. „Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur má að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Hér þarf að snúa hratt við þeirri þróun sem verið hefur frá hruni og birst hefur í stöðugum niðurskurði fjárframlaga til háskólastarfsins. Það er nauðsynlegt til að við getum staðið vörð um árangur skólans og tryggt að hann geti áfram lagt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum. Á því byggist framtíðarhagvöxtur á Íslandi.“ Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.Rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi ræður mestu Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi. „Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listanum, er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir Háskóla Íslands er samstarf við Landspítala, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og aðrar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum gífurlega öflugt þekkingarnet,“ segir Kristín. Kristín segir jafnframt að þessi staða Háskóla Íslands á lista Times Higher Education opni skólanum fjölmörg tækifæri og laði að nýja samstarfsaðila. „Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í samvinnu við öfluga alþjóðlega og innlenda samstarfsaðila. Slík uppbygging mun án efa fela í sér fjölmörg ný tækifæri fyrir vísindamenn og nemendur Háskóla Íslands.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira