Háskóli Íslands bætir stöðu sína á lista bestu háskóla heims Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. október 2013 22:21 Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Samsett Háskóli Íslands fer upp um 20 sæti á milli ára á lista yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. HÍ er í sæti 251 til 275 af 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu háskóla heims. „Það eru auðvitað einstök gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfsaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag að eiga háskóla á þessum eftirsótta lista þriðja árið í röð. Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. „Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur má að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Hér þarf að snúa hratt við þeirri þróun sem verið hefur frá hruni og birst hefur í stöðugum niðurskurði fjárframlaga til háskólastarfsins. Það er nauðsynlegt til að við getum staðið vörð um árangur skólans og tryggt að hann geti áfram lagt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum. Á því byggist framtíðarhagvöxtur á Íslandi.“ Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.Rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi ræður mestu Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi. „Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listanum, er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir Háskóla Íslands er samstarf við Landspítala, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og aðrar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum gífurlega öflugt þekkingarnet,“ segir Kristín. Kristín segir jafnframt að þessi staða Háskóla Íslands á lista Times Higher Education opni skólanum fjölmörg tækifæri og laði að nýja samstarfsaðila. „Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í samvinnu við öfluga alþjóðlega og innlenda samstarfsaðila. Slík uppbygging mun án efa fela í sér fjölmörg ný tækifæri fyrir vísindamenn og nemendur Háskóla Íslands.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Háskóli Íslands fer upp um 20 sæti á milli ára á lista yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. HÍ er í sæti 251 til 275 af 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu háskóla heims. „Það eru auðvitað einstök gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfsaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag að eiga háskóla á þessum eftirsótta lista þriðja árið í röð. Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. „Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur má að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Hér þarf að snúa hratt við þeirri þróun sem verið hefur frá hruni og birst hefur í stöðugum niðurskurði fjárframlaga til háskólastarfsins. Það er nauðsynlegt til að við getum staðið vörð um árangur skólans og tryggt að hann geti áfram lagt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum. Á því byggist framtíðarhagvöxtur á Íslandi.“ Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.Rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi ræður mestu Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi. „Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listanum, er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir Háskóla Íslands er samstarf við Landspítala, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og aðrar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum gífurlega öflugt þekkingarnet,“ segir Kristín. Kristín segir jafnframt að þessi staða Háskóla Íslands á lista Times Higher Education opni skólanum fjölmörg tækifæri og laði að nýja samstarfsaðila. „Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í samvinnu við öfluga alþjóðlega og innlenda samstarfsaðila. Slík uppbygging mun án efa fela í sér fjölmörg ný tækifæri fyrir vísindamenn og nemendur Háskóla Íslands.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira