Aldrei færri kríur í Vík Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. júní 2013 13:04 Þórir N. Kjartasson segir kríunni hafa fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var. Hann hvetur nýjan umhverfisráðherra til að grípa til aðgerða. MYNDIR/ÞÓRIR N. KJARTANSSON Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. „Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður. Hörmulegt ástand Þórir segir ástandið á fuglunum hafa verið hörmulegt síðustu ár. „Útlitið er ekki gott. Það eru svona 15 - 20 ár síðan maður fór að taka eftir fækkuninni og það er greinilegt að fuglarnir eiga í miklum vandræðum með að koma upp ungum.“ Hann telur fullvíst að fuglana vanti æti, en aðalfæða kríu og lunda er sandsíli. Tilhugalíf kríunnar ætti að standa sem hæst um þessar mundir og þá ætti hún að sjást fljúgandi fram og til baka með sandsíli í gogginum. Þórir segist ekki hafa orðið var við þetta í ár. „Krían er orpin dálítið en það er ekki góðs viti að maður sér hana ekkert flúgandi með síli.“ Lundabyggðin nánast tóm Lundinn á líka undir högg að sækja, en hann hefur verið gífurlega vinsæll meðal ferðamanna síðustu ár. Nú er sífellt erfiðara að hafa uppi á honum, en hann situr lítið uppi í lundabyggðinni. „Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, lundabyggðin er nánast tóm. Þeir eru bara úti á sjó að reyna að fiska sér eitthvað í matinn yfir daginn og eru mun færri en síðustu ár.“ Sandsílið horfið Fyrir nokkru var skipuð nefnd sem rannsakaði hver væri orsök afleitrar afkomu lunda og annarra sjófugla. Þórir segir að niðurstaðan hafi legið beint við, sandsílið var nánast horfið. Hann segir brýna þörf á að rannsaka sandsílafækkunina, en skýringar sem nefndar hafa verið eru hlýnun sjávar, ofveiði á loðnu og vanveiði á bolfiski. „Ég legg til að nýr umhverfisráðherra skipi nefnd til að rannsaka málið. Það þarf að vita hvort það er eitthvað í mannlegu valdi sem getur breytt þessu áður en fuglarnir hreinlega hverfa alveg," segir Þórir að lokum. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. „Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður. Hörmulegt ástand Þórir segir ástandið á fuglunum hafa verið hörmulegt síðustu ár. „Útlitið er ekki gott. Það eru svona 15 - 20 ár síðan maður fór að taka eftir fækkuninni og það er greinilegt að fuglarnir eiga í miklum vandræðum með að koma upp ungum.“ Hann telur fullvíst að fuglana vanti æti, en aðalfæða kríu og lunda er sandsíli. Tilhugalíf kríunnar ætti að standa sem hæst um þessar mundir og þá ætti hún að sjást fljúgandi fram og til baka með sandsíli í gogginum. Þórir segist ekki hafa orðið var við þetta í ár. „Krían er orpin dálítið en það er ekki góðs viti að maður sér hana ekkert flúgandi með síli.“ Lundabyggðin nánast tóm Lundinn á líka undir högg að sækja, en hann hefur verið gífurlega vinsæll meðal ferðamanna síðustu ár. Nú er sífellt erfiðara að hafa uppi á honum, en hann situr lítið uppi í lundabyggðinni. „Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, lundabyggðin er nánast tóm. Þeir eru bara úti á sjó að reyna að fiska sér eitthvað í matinn yfir daginn og eru mun færri en síðustu ár.“ Sandsílið horfið Fyrir nokkru var skipuð nefnd sem rannsakaði hver væri orsök afleitrar afkomu lunda og annarra sjófugla. Þórir segir að niðurstaðan hafi legið beint við, sandsílið var nánast horfið. Hann segir brýna þörf á að rannsaka sandsílafækkunina, en skýringar sem nefndar hafa verið eru hlýnun sjávar, ofveiði á loðnu og vanveiði á bolfiski. „Ég legg til að nýr umhverfisráðherra skipi nefnd til að rannsaka málið. Það þarf að vita hvort það er eitthvað í mannlegu valdi sem getur breytt þessu áður en fuglarnir hreinlega hverfa alveg," segir Þórir að lokum.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira