Innlent

Ölvaður réðst á leigubílstjóra

Mynd/Vilhelm
Lögreglan í Hafnarfirði handtók um eitt leytið í nótt ölvaðan mann sem réðst á leigubílstjóra. Árásarmaðurinn verður vistaður í fangageymslu þar til hægt er að ræða við hann.

Töluvert var um tilkynningar til lögreglu í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar og hávaða. Lögreglan hafði um tíu leytið í gærkvöldi afskipti af aðilum vegna kaupa og sölu á fíkniefnum. Meintur kaupandi og sali voru kærðir fyrir brot sín.

Þá stöðvaði lögreglan bifreið í austurbæ Reykjavíkur þar sem grunur lék á að ökumaður væri undir áhrifum. Í ljós kom að viðkomandi hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var auk þess á ótryggðum bíl. Númeraplötur voru fjarlægðar af bílnum.

Þá settu lögreglumenn upp umferðarpóst í Mosfellsbæ um miðja nótt þar sem 49 bifreiðir voru stöðvaðar og ástand ökumanna kannað. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×