"Maður sat bara stjarfur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2013 14:06 Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira