Íslenski boltinn

97 sigrar í 150 leikjum undir stjórn Rúnars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna titlinum.
KR-ingar fagna titlinum. Mynd/Vilhelm
KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær í 150. leiknum undir stjórn Rúnars Kristinssonar en þetta er í annað skiptið sem Rúnar gerir KR að Íslandsmeisturum.

Ólafur Brynjar Halldórsson tók saman tölfræði yfir árangurs Rúnars sem þjálfara KR og birti í leikskrá KR fyrir leikinn á móti Val.

Rúnar tók við þjálfun KR sumarið 2010 og var frumraun hans

útileikurinn gegn Karpaty í Evrópudeild UEFA. KR vann Víking 3-2 í Pepsi-deildinni í 50. leik Rúnars og varð bikarmeistari eftir sigur á Stjörnunni í 100. leik hans.

KR hefur unnið 97 af þeim 150 leikjum sem Rúnar hefur stýrt liðinu en markatala liðsins í þeim er 338-192 KR í vil. 75 af þessum leikjum hafa verið í Pepsi-deildinni en KR vann á Hlíðarenda sinn 47 Pepsi-deildarsigur undir stjórn Rúnars.

Árangur KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar:

Pepsi-deild karla: 47 sigrar (13 töp) í 75 leikjum

Lengjubikar: 21 sigur (4 töp) í 26 leikjum

Bikarkeppni: 14 sigrar (2 töp) í 16 leikjum

Reykjavíkurmót: 10 sigrar (6 töp) í 18 leikjum

Evrópukeppni: 4 sigrar (8 töp) í 13 leikjum

Meistarakeppni KSÍ: 1 sigur (1 tap) í 2 leikjum

Samtals: 97 sigrar (34 töp) í 150 leikjum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×