„Hætti að trúa því að hann væri elskaður af Guði eins og hann var“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2013 09:58 Saga Helga Jósefssonar Vápna var sögð í Regnbogamessu í Laugarneskirkju um helgina Aðalræðumaður Regnbogamessu sem haldin var í gær í Laugarneskirkju var Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar kirkjunnar. Yfirskrift messunnar var „Fögnum fjölbreytileika - krefjumst mannréttinda“ en afstaða hinnar kristnu kirkju til samkynhneigðra hefur verið í umræðunni undanfarið í aðdraganda Hátíðar vonar. Faðir Aðalbjargar, Helgi Jósefsson Vápni, var forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Vopnafirði og mætti miklum fordómum trúsystkina sinna eftir að hann opinberaði samkynhneigð sína. Hann svipti sig lífi árið 2005. „Hann átti ekki auðvelt líf. Hann vissi frá því hann var kornungur drengur að hann væri öðruvísi en aðrir,“ segir Aðalbjörg um föður sinn í ræðunni. „Og skilaboðin sem hann fékk frá samfélaginu voru þau að það væri ekki samþykkt eða í lagi að vera svona öðruvísi og þess vegna lokaði hann á þessar tilfinningar.“Hlotnaðist hugrekki til að stíga fram Helgi var giftur og eignaðist börn en bærði tilfinningar sínar innra með sér. Hann varð afi, „stoltasti og besti afi sem sögur fara af,“ en átti í mikilli innri baráttu. „Hann leitaði í áfengi eftir andartakshuggun, hann hafði aldrei upplifað sig jafn einan. Hann leitaði í trúna, bað um frið, bað um leiðsögn. Svo kom að því að hann fann ástina á ný í örmum karlmanns sem hann elskaði meira en lífið sjálft. Og honum hlotnaðist hugrekki til að stíga fram, afhjúpa tilfinningar sínar og sjálfan sig fyrir sjálfum sér, Guði og samfélaginu.“Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju.Upplifði fordæmingu Í kjölfar þess að Helgi kom út úr skápnum sneru trúsystkyni hans við honum baki. „Viðbrögð þeirra voru þögn. Ekki eitt orð. Ekkert. Hann upplifði sig ekki lengur tilheyra þeim. Svo fóru orðin að berast frá trúuðu vinunum. Og þau særðu, þau voru beitt og þau voru dæmandi. Allt í einu virtist hinn einlægi kærleikur ekki vera svo einlægur. Og hann bugaðist.“ Aðalbjörg segir föður sinn hafa upplifað það að líf sitt væri fordæmt. Hann hafi verið viðkvæmur fyrir og andlegri heilsu hans hafi farið að hraka. „Vinirnir sem höfðu gengið með honum veg trúarinnar, sem hann treysti, fólkið sem hann taldi hafið yfir fordæmingar. Það dæmdi hann. Dæmdi hann svo að hann hætti að trúa á hið góða, hætti að trúa því að hann væri elskaður af Guði eins og hann var. Faðir minn gafst upp og tók líf sitt.“ Aðalbjörg segir föður sinn hafa þurft stuðning og viðurkenningu á því að kynhneigð hans breytti engu um þann kærleika sem trúuðu vinir hans bæru til hans. „En það var vinum hans um megn, því samkvæmt þeirra skilningi er samkynhneigð synd. Skilningur sem ég tel ekki vera guðlegan, heldur mannasetningu.“Vilja opna dyr kirkjunnar Í samtali við Vísi segir Aðalbjörg viðbrögðin við ræðunni hafa verið góð. „Við skulum segja að þau hafi verið mjög tilfinningaþrungin,“ segir hún en þetta var í fyrsta sinn sem hún segir sögu föður síns opinberlega. Að hennar mati heppnaðist Regnbogamessan vel, en hinsegin fólk og aðstandendur þeirra voru boðnir sérstaklega velkomnir. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í messunni, sagðist í samtali við Vísi í gær vilja opna dyr kirkjunnar fyrir hinsegin fólki á Íslandi. „Fordómar eru alvarlegir og geta haft mikil áhrif, við verðum að muna að þetta snýst um raunveruleg mannslíf.“Ræða Aðalbjargar í heild sinni. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Aðalræðumaður Regnbogamessu sem haldin var í gær í Laugarneskirkju var Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar kirkjunnar. Yfirskrift messunnar var „Fögnum fjölbreytileika - krefjumst mannréttinda“ en afstaða hinnar kristnu kirkju til samkynhneigðra hefur verið í umræðunni undanfarið í aðdraganda Hátíðar vonar. Faðir Aðalbjargar, Helgi Jósefsson Vápni, var forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Vopnafirði og mætti miklum fordómum trúsystkina sinna eftir að hann opinberaði samkynhneigð sína. Hann svipti sig lífi árið 2005. „Hann átti ekki auðvelt líf. Hann vissi frá því hann var kornungur drengur að hann væri öðruvísi en aðrir,“ segir Aðalbjörg um föður sinn í ræðunni. „Og skilaboðin sem hann fékk frá samfélaginu voru þau að það væri ekki samþykkt eða í lagi að vera svona öðruvísi og þess vegna lokaði hann á þessar tilfinningar.“Hlotnaðist hugrekki til að stíga fram Helgi var giftur og eignaðist börn en bærði tilfinningar sínar innra með sér. Hann varð afi, „stoltasti og besti afi sem sögur fara af,“ en átti í mikilli innri baráttu. „Hann leitaði í áfengi eftir andartakshuggun, hann hafði aldrei upplifað sig jafn einan. Hann leitaði í trúna, bað um frið, bað um leiðsögn. Svo kom að því að hann fann ástina á ný í örmum karlmanns sem hann elskaði meira en lífið sjálft. Og honum hlotnaðist hugrekki til að stíga fram, afhjúpa tilfinningar sínar og sjálfan sig fyrir sjálfum sér, Guði og samfélaginu.“Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju.Upplifði fordæmingu Í kjölfar þess að Helgi kom út úr skápnum sneru trúsystkyni hans við honum baki. „Viðbrögð þeirra voru þögn. Ekki eitt orð. Ekkert. Hann upplifði sig ekki lengur tilheyra þeim. Svo fóru orðin að berast frá trúuðu vinunum. Og þau særðu, þau voru beitt og þau voru dæmandi. Allt í einu virtist hinn einlægi kærleikur ekki vera svo einlægur. Og hann bugaðist.“ Aðalbjörg segir föður sinn hafa upplifað það að líf sitt væri fordæmt. Hann hafi verið viðkvæmur fyrir og andlegri heilsu hans hafi farið að hraka. „Vinirnir sem höfðu gengið með honum veg trúarinnar, sem hann treysti, fólkið sem hann taldi hafið yfir fordæmingar. Það dæmdi hann. Dæmdi hann svo að hann hætti að trúa á hið góða, hætti að trúa því að hann væri elskaður af Guði eins og hann var. Faðir minn gafst upp og tók líf sitt.“ Aðalbjörg segir föður sinn hafa þurft stuðning og viðurkenningu á því að kynhneigð hans breytti engu um þann kærleika sem trúuðu vinir hans bæru til hans. „En það var vinum hans um megn, því samkvæmt þeirra skilningi er samkynhneigð synd. Skilningur sem ég tel ekki vera guðlegan, heldur mannasetningu.“Vilja opna dyr kirkjunnar Í samtali við Vísi segir Aðalbjörg viðbrögðin við ræðunni hafa verið góð. „Við skulum segja að þau hafi verið mjög tilfinningaþrungin,“ segir hún en þetta var í fyrsta sinn sem hún segir sögu föður síns opinberlega. Að hennar mati heppnaðist Regnbogamessan vel, en hinsegin fólk og aðstandendur þeirra voru boðnir sérstaklega velkomnir. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í messunni, sagðist í samtali við Vísi í gær vilja opna dyr kirkjunnar fyrir hinsegin fólki á Íslandi. „Fordómar eru alvarlegir og geta haft mikil áhrif, við verðum að muna að þetta snýst um raunveruleg mannslíf.“Ræða Aðalbjargar í heild sinni.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira