Lífið

Tískuföt seld til styrktar Rauða krossinum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Þórunn Ívarsdóttir tískubloggari stendur fyrir fatasölu ásamt vinkonum sínum til styrktar Rauða krossinum.
Þórunn Ívarsdóttir tískubloggari stendur fyrir fatasölu ásamt vinkonum sínum til styrktar Rauða krossinum. Mynd/Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson
„Okkur langar að láta gott af okkur leiða með fatamarkaðnum,“ segir Þórunn Ívarsdóttir tískubloggari sem stendur fyrir fatamarkaði til styrktar Rauða krossinum, ásamt vinkonum sínum þeim Alexöndru Bernharð, Steinunni Eddu Steingrímsdóttur og Margréti R. Jónasar.

Þær ætla að selja fötin úr fataskápnum sínum eins og á hefðbundnum fatasölum en ætla að gefa 150 krónur af hverri seldri flík til Rauða krossins.

Á staðnum verður gámur frá Rauða krossinum þar sem öllum er frjálst að koma með flíkur, skó og ýmislegt annað til að gefa í gáminn. „Hver sá sem gefur í gáminn fær í hendurnar happadrættismiða en með honum er hægt að vinna vegleg verðlaun frá hinum ýmsu fyrirtækjum sem styrkja málefnið eins og Make Up Store, Vero Moda og fleiri fyrirtæki,“ bætir Þórunn við.

Fatamarkaðurinn verður haldinn á skemmtistaðnum Austur, laugardaginn 2. nóvember og hefst klukkan tólf. Nánari upplýsingar má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.