Lífið

Síðasti þáttur Meistaramánaðar í opinni dagskrá

Síðustu fimm fimmtudaga hefur Stöð 2 sýnt þætti tileinkaða Meistaramánuði þar sem ýmsir sérfræðingar hafa frætt áhorfendur um markmiðasetningu, hreyfingu, mataræði, reglusemi og hvernig eigi að halda út breyttan lífstíl til frambúðar. Þá hefur þátttakendum verið fylgt eftir í raunum mánaðarins og má með sanni segja að það er ekki alltaf dans á rósum að temja sér nýjar venjur.

Í kvöld er síðasti þáttur Meistaramánaðar á Stöð 2 og verður þátturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi kl. 19:20.

Óhætt er að mæla með þættinum bæði fyrir þá sem tóku þátt en einnig fyrir þá sem höfðu hugsað sér að taka sinn Meistaramánuð síðar því farið verður yfir bestu ráðin sem veitt hafa verið hingað til í þáttunum ásamt því að nokkrir þáttakendur gera mánuðinn upp og segja okkur frá því hvað þeir ætla að taka með sér útí restina af lífinu.

Meistaramánuðurinn í ár var án nokkurs vafa sá langstærsti hingað til og má reikna með að um 10.000 manns hafi skráð sig til leiks, skorað sjálfa sig á hólm og gert eitthvað til þess að verða betri útgáfa af sjálfum sér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.