Fótbolti

Kolbeinn náði ekki að skora í öruggum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson var ekki meðal markaskorara Ajax í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Roda JC í fyrsta leik tímabilsins í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fyrsta umferðin klárast síðan um helgina og þá verða fleiri íslenskir leikmenn á ferðinni.

Kolbeinn var í byrjunarliðinu hjá Ajax í leiknum og lék fyrstu 75 mínúturnar. Kolbeinn var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Hann var í þriggja manna framlínu ásamt Viktor Fischer og Bojan Krkíc.

Ajax komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum með mörkum frá Ricardo van Rhijn og Siem de Jong. Daninn Viktor Fischer skoraði síðan þriðja markið sjö mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×