Jákvæðir gagnvart aðild Kínverja Svavar Hávarðsson skrifar 24. janúar 2013 07:00 Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Leona Aglukkaq, kanadískur þingmaður, og Magnús Jóhannesson sátu fyrir svörum. Í stiganum má sjá Steingrím J. Sigfússon. Arctic Council/Linnea Nordström Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, er jákvæður gagnvart því að Kínverjar fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Carl Bildt, sænskur kollegi hans, tekur undir það sjónarmið. „Það er mikilvægt að þjóðir fái aðild að okkar klúbbi. Þeir stofna ekki sinn eigin klúbb á meðan," sagði Espen Barth Eide til að leggja áherslu á þá skoðun sína að fjölga ætti áheyrnarþjóðum að Norðurskautsráðinu. Við undirritun samnings um nýja fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins í Tromsö kom þetta skýrt fram í máli ráðherrans. Stofnun skrifstofunnar er mikilvægur liður í að styrkja vægi ráðsins í alþjóðlegri umræðu og ákvarðanatöku í málefnum norðurslóða, sem er forgangsmál í norðurslóðastefnu Íslands. „Það eru góðar fréttir að margir hafa lýst áhuga á að sitja við okkar borð. Eitt af stóru verkefnunum er að ákveða hverjir fá inni, samkvæmt þeim skilyrðum sem við höfum sett. Þetta kemur í ljós í maí," sagði Eide og vísaði til ráðherrafundar sem haldinn verður í Kiruna í Svíþjóð. Við undirskriftina var Eide spurður hvort þessi afstaða Noregs væri útrétt sáttahönd vegna deilu þjóðanna í kjölfar veitingar friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Eide blés á að samhengi væri þarna á milli. Áhugi Kínverja á norðurslóðum er öllum ljós. Ekki er langt síðan Snædrekinn, gríðarstór ísbrjótur, lá við bryggju á Íslandi eftir að hafa siglt norðausturleiðina um Norður-Íshaf. Um var að ræða fimmta leiðangur skipsins sem var hér í boði íslenskra stjórnvalda nokkra daga í ágúst. Hafa ber í huga að áheyrnaraðild er háð samþykki stofnríkjanna átta. Menn velta fyrir sér hvort áhugi á rannsóknum og samvinnu, sem eru ástæðurnar sem Kínverjar halda á lofti, eru raunveruleg ástæða áhuga þeirra, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sennilega Kanadamenn og Rússar líklegastir til að leggjast gegn aðild Kínverja. Tólf þjóðir og ýmis samtök hafa sótt um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Auk Kína eru það Ítalía, Japan, Suður-Kórea, Indland og síðast en ekki síst Evrópusambandið auk samtaka eins og Greenpeace – en þegar eiga hátt á annan tug samtaka áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hélt ræðu á ráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 þar sem áhugi ESB var öllum ljós. Hún kallaði eftir ákvörðunartöku varðandi loftslagsmál og kallaði hún eftir aðgerðum. Má hnykkja á því sem Carl Bildt sagði í sinni ræðu á ráðstefnunni að þrjár til fjórar stórar kolakyntar verksmiðjur eru opnaðar í Kína og á Indlandi í hverri viku, en allir stjórnmála- og vísindamenn eru sammála um að Norðurskautsráðið sé mikilvægasti vettvangurinn varðandi þennan málaflokk, og því þurfi mjög að líta til ráðsins í framtíðinni. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, er jákvæður gagnvart því að Kínverjar fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Carl Bildt, sænskur kollegi hans, tekur undir það sjónarmið. „Það er mikilvægt að þjóðir fái aðild að okkar klúbbi. Þeir stofna ekki sinn eigin klúbb á meðan," sagði Espen Barth Eide til að leggja áherslu á þá skoðun sína að fjölga ætti áheyrnarþjóðum að Norðurskautsráðinu. Við undirritun samnings um nýja fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins í Tromsö kom þetta skýrt fram í máli ráðherrans. Stofnun skrifstofunnar er mikilvægur liður í að styrkja vægi ráðsins í alþjóðlegri umræðu og ákvarðanatöku í málefnum norðurslóða, sem er forgangsmál í norðurslóðastefnu Íslands. „Það eru góðar fréttir að margir hafa lýst áhuga á að sitja við okkar borð. Eitt af stóru verkefnunum er að ákveða hverjir fá inni, samkvæmt þeim skilyrðum sem við höfum sett. Þetta kemur í ljós í maí," sagði Eide og vísaði til ráðherrafundar sem haldinn verður í Kiruna í Svíþjóð. Við undirskriftina var Eide spurður hvort þessi afstaða Noregs væri útrétt sáttahönd vegna deilu þjóðanna í kjölfar veitingar friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Eide blés á að samhengi væri þarna á milli. Áhugi Kínverja á norðurslóðum er öllum ljós. Ekki er langt síðan Snædrekinn, gríðarstór ísbrjótur, lá við bryggju á Íslandi eftir að hafa siglt norðausturleiðina um Norður-Íshaf. Um var að ræða fimmta leiðangur skipsins sem var hér í boði íslenskra stjórnvalda nokkra daga í ágúst. Hafa ber í huga að áheyrnaraðild er háð samþykki stofnríkjanna átta. Menn velta fyrir sér hvort áhugi á rannsóknum og samvinnu, sem eru ástæðurnar sem Kínverjar halda á lofti, eru raunveruleg ástæða áhuga þeirra, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sennilega Kanadamenn og Rússar líklegastir til að leggjast gegn aðild Kínverja. Tólf þjóðir og ýmis samtök hafa sótt um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Auk Kína eru það Ítalía, Japan, Suður-Kórea, Indland og síðast en ekki síst Evrópusambandið auk samtaka eins og Greenpeace – en þegar eiga hátt á annan tug samtaka áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hélt ræðu á ráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 þar sem áhugi ESB var öllum ljós. Hún kallaði eftir ákvörðunartöku varðandi loftslagsmál og kallaði hún eftir aðgerðum. Má hnykkja á því sem Carl Bildt sagði í sinni ræðu á ráðstefnunni að þrjár til fjórar stórar kolakyntar verksmiðjur eru opnaðar í Kína og á Indlandi í hverri viku, en allir stjórnmála- og vísindamenn eru sammála um að Norðurskautsráðið sé mikilvægasti vettvangurinn varðandi þennan málaflokk, og því þurfi mjög að líta til ráðsins í framtíðinni.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira