Innlent

Réðst á hótelstarfsmann í Hafnarfirði

Maður réðst á starfsmann hótels í Hafnarfirði upp úr klukkan þrjú í nótt og var lögreglu tilkynnt um málið.

Árásarmaðurinn kom inn í móttökuna, hrækti á starfsmanninn og skallaði hann síðan í andlitið þannig að hann hlaut blóðnasir og kenndi eymsla í andliti.

Hann leitaði aðhlynningar á slysadeild, en í skeyti lögreglunnar kemur ekkert fram um aðdragandann, eða hvað varð um árásarmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×