78 ára skólabílstjóri fór í ökuhæfnispróf að eigin frumkvæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 11:08 Sæmundur Sigmundsson bílstjóri og eigandi samnefnds rútufyrirtækis í Borgarnesi. Mynd/Skessuhorn Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. „Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins," segir Sæmundur í viðtali á Vesturlandsvefnum Skessuhorni. Sæmundur segist í viðtalinu afar ósáttur við ávirðingar starfsmanna Gunnskólans í Borgarnesi síðastliðið haust. Þá kom starfsfólk skólans skriflegri kvörtun um akstur Sæmundar á framfæri við sveitarstjórnar. „ Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð," segir Sæmundur. Hann viðurkennir að hann sé þó mannlegur eins og aðrir. „Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri," segir Sæmundur sem hefur árlega farið í sjónmælingu frá því hann komst á áttræðisaldur. Þær hafa komið vel út og nú hefur hann fengið staðfestingu á ökuhæfni sinni í prófi hjá Frumherja. „Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri," segir Sæmundur sem skilur ekki hvað fólki gangi til með ásökunum í sinn garð. „Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana," segir Sæmundur í viðtalinu á Vesturlandsvefnum Skessuhorni.Viðtalið í heild sinni má sjá á Skessuhorni sem birtir einnig staðfestinguna sem Sæmundur fékk á ökuhæfni sinni. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. „Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins," segir Sæmundur í viðtali á Vesturlandsvefnum Skessuhorni. Sæmundur segist í viðtalinu afar ósáttur við ávirðingar starfsmanna Gunnskólans í Borgarnesi síðastliðið haust. Þá kom starfsfólk skólans skriflegri kvörtun um akstur Sæmundar á framfæri við sveitarstjórnar. „ Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð," segir Sæmundur. Hann viðurkennir að hann sé þó mannlegur eins og aðrir. „Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri," segir Sæmundur sem hefur árlega farið í sjónmælingu frá því hann komst á áttræðisaldur. Þær hafa komið vel út og nú hefur hann fengið staðfestingu á ökuhæfni sinni í prófi hjá Frumherja. „Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri," segir Sæmundur sem skilur ekki hvað fólki gangi til með ásökunum í sinn garð. „Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana," segir Sæmundur í viðtalinu á Vesturlandsvefnum Skessuhorni.Viðtalið í heild sinni má sjá á Skessuhorni sem birtir einnig staðfestinguna sem Sæmundur fékk á ökuhæfni sinni.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira