Kynþokkalist eða klám? Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2013 20:56 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að það sé verkefni sérfræðinga að skilgreina klám, en skilin milli kláms og kynþokkalistar eru óglögg að mati fræðimanna. Ögmundur telur að með afmörkun á klámhugtaki hegningarlaga sé hann að vernda börn fyrir óæskilegu efni. Í kjölfar samráðsferlis fyrr í haust skilaði starfshópur þriggja ráðuneyta tillögum til innanríkisráðherra. Í fyrsta lagi að fela refsiréttarnefnd að útbúa frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum sem þrengi og skerpi skilgreinu á klámi. Í öðru lagi að skipa starfshóp til að fara yfir lagaleg úrræði vegna kláms á netinu og í þriðja lagi að beita sér fyrir því að lögregla hafi nægileg úrræði til að fylgja eftir löggjöf um bann við klámi. Birting, framleiðsla og dreifing kláms er refsiverð samkvæmt 210. gr. hegningarlaga. Fá mál koma hins vegar upp hjá lögreglu ár hvert vegna ákvæðisins, en miklu virkari refsivarsla er þegar barnaklám er annars vegar, en sérstök ákvæði laganna gilda um það. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur þegar falið refsiréttarnefnd að vinna frumvarp sem skerpi á skilgreiningu kláms, en Róbert Spanó, lagaprófessor, stýrir nefndinni. Samkvæmt umboði nefndarinnar á ný skilgreining klámhugtaksins að taka mið af norsku hegningarlögunum. Lagt er til að nefndin fjalli um hvort ástæða sé til að bann nái einnig til vörslu kláms líkt og gildir um klám sem sýnir misnotkun barna (barnaklám.) En hvað er klám? Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi prófessor í refsirétti, hefur sagt að hugtakið klám sé bæði „loðið og teygjanlegt" en ummælin eru eignuð Thor Vilhjálmssyni heitnum, rithöfundi. „Það er staðreynd að klám er bannað samkvæmt íslenskum lögum, en það skortir á skilgreiningar svo bannið verði eitthvað annað en orðin tóm. (...) Kannanir sýna að börn eru að meðaltali á 11 ára aldri þegar þau komast í kynni við mjög ofbeldisfullt klám og það er ekki efni sem þau velja sjálf, heldur er þröngvað inn í þennan heim," segir Ögmundur. Hann segir að þetta sé aðal tilgangurinn, að vernda börn gegn óæskilegu og skaðlegu efni. Þegar hann er spurður "Hvað er klám?" segir Ögmundur að það sé hlutverk refsiréttarnefndar að afmarka það. Þess vegna hafi hann falið nefndinni að skoða málið. En er yfirleitt tæknilega mögulegt að gera vörslu kláms refsiverða, eins og ráðherrann vill láta skoða? Ögmundur segir að það sé sérfræðinga á sviði tækni að meta hvort yfirleitt sé hægt að sporna gegn vörslu kláms og vill ekki svara því beint hvort hann telji að það sé hægt. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1990 í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Óttari Ragnarssyni (H1990:1103) vegna sýningar á klámmyndum á Stöð 2 var vitnað í skilgreiningu Menningarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Þar segir: „Af hálfu sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var í mars 1986 gerður greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (erotika), þannig að klám var skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar." Jón Óttar var sakfelldur og þurfti að greiða sekt fyrir brot á 210. gr. hegningarlaga. Fræðimenn í lögfræði hafa í gegnum tíðina talið skilin milli kynþokkalistar og kláms óglögg. Ef notuð er framangreind skilgreining má ekki vera til staðar auðgunartilgangur, sem þýðir í raun að nær allt klámefni sem framleitt er fellur undir hugtakið. Úttekt refsiréttarnefndar á klámhugtakinu í hegningarlögum á að ljúka síðar á þessu ári og mun þá nefndin skila umsögn um málið til ráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að það sé verkefni sérfræðinga að skilgreina klám, en skilin milli kláms og kynþokkalistar eru óglögg að mati fræðimanna. Ögmundur telur að með afmörkun á klámhugtaki hegningarlaga sé hann að vernda börn fyrir óæskilegu efni. Í kjölfar samráðsferlis fyrr í haust skilaði starfshópur þriggja ráðuneyta tillögum til innanríkisráðherra. Í fyrsta lagi að fela refsiréttarnefnd að útbúa frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum sem þrengi og skerpi skilgreinu á klámi. Í öðru lagi að skipa starfshóp til að fara yfir lagaleg úrræði vegna kláms á netinu og í þriðja lagi að beita sér fyrir því að lögregla hafi nægileg úrræði til að fylgja eftir löggjöf um bann við klámi. Birting, framleiðsla og dreifing kláms er refsiverð samkvæmt 210. gr. hegningarlaga. Fá mál koma hins vegar upp hjá lögreglu ár hvert vegna ákvæðisins, en miklu virkari refsivarsla er þegar barnaklám er annars vegar, en sérstök ákvæði laganna gilda um það. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur þegar falið refsiréttarnefnd að vinna frumvarp sem skerpi á skilgreiningu kláms, en Róbert Spanó, lagaprófessor, stýrir nefndinni. Samkvæmt umboði nefndarinnar á ný skilgreining klámhugtaksins að taka mið af norsku hegningarlögunum. Lagt er til að nefndin fjalli um hvort ástæða sé til að bann nái einnig til vörslu kláms líkt og gildir um klám sem sýnir misnotkun barna (barnaklám.) En hvað er klám? Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi prófessor í refsirétti, hefur sagt að hugtakið klám sé bæði „loðið og teygjanlegt" en ummælin eru eignuð Thor Vilhjálmssyni heitnum, rithöfundi. „Það er staðreynd að klám er bannað samkvæmt íslenskum lögum, en það skortir á skilgreiningar svo bannið verði eitthvað annað en orðin tóm. (...) Kannanir sýna að börn eru að meðaltali á 11 ára aldri þegar þau komast í kynni við mjög ofbeldisfullt klám og það er ekki efni sem þau velja sjálf, heldur er þröngvað inn í þennan heim," segir Ögmundur. Hann segir að þetta sé aðal tilgangurinn, að vernda börn gegn óæskilegu og skaðlegu efni. Þegar hann er spurður "Hvað er klám?" segir Ögmundur að það sé hlutverk refsiréttarnefndar að afmarka það. Þess vegna hafi hann falið nefndinni að skoða málið. En er yfirleitt tæknilega mögulegt að gera vörslu kláms refsiverða, eins og ráðherrann vill láta skoða? Ögmundur segir að það sé sérfræðinga á sviði tækni að meta hvort yfirleitt sé hægt að sporna gegn vörslu kláms og vill ekki svara því beint hvort hann telji að það sé hægt. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1990 í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Óttari Ragnarssyni (H1990:1103) vegna sýningar á klámmyndum á Stöð 2 var vitnað í skilgreiningu Menningarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Þar segir: „Af hálfu sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var í mars 1986 gerður greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (erotika), þannig að klám var skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar." Jón Óttar var sakfelldur og þurfti að greiða sekt fyrir brot á 210. gr. hegningarlaga. Fræðimenn í lögfræði hafa í gegnum tíðina talið skilin milli kynþokkalistar og kláms óglögg. Ef notuð er framangreind skilgreining má ekki vera til staðar auðgunartilgangur, sem þýðir í raun að nær allt klámefni sem framleitt er fellur undir hugtakið. Úttekt refsiréttarnefndar á klámhugtakinu í hegningarlögum á að ljúka síðar á þessu ári og mun þá nefndin skila umsögn um málið til ráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira