Lífið

Hafa átt lög í þýskri kvikmynd

Hljómsveitin Sound Post kemur fram í Hannesarholti á fimmtudagskvöldið.
Hljómsveitin Sound Post kemur fram í Hannesarholti á fimmtudagskvöldið.
Hjónin Haraldur Guðmundsson bassaleikari og Harpa Þorvaldsdóttir söngkona stofnuðu djasshljómseitina Sound Post árið 2010. Eftir sjö ára búsetu í Austurríki eru hjónin flutt aftur heim og ætla þau að koma fram og kynna tónlist sína í Hannesarholti á fimmtudagskvöldið.

Sound Post hefur hlotið góðar undirtektir og hafa lög hljómsveitarinnar verið notuð í þýskri kvikmynd svo eitthvað sé nefnt.

Í mars 2012 gaf hljómsveitin út geisladiskinn Stories, en hann inniheldur ellefu frumsamin djasslög í stíl Billie Holiday og Diane Krall. Diskurinn var hljóðblandaður i Los Angeles af Husky Hösk, sem er íslenskur Grammy-verðlaunahafi fyrir vinnu sína með Norah Jones og Sheryl Crow.

Á tónleikunum flytja þau lög af fyrstu hljómplötu sinni Stories, ásamt nýju efni.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 í Hannesarholti á fimmtudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.