Lífið

Eitrað fyrir Brittany

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Brittany Murphy lést árið 2009, þá aðeins 32ja ára gömul. Dauði hennar var sagður vera slys og var meðal annars sagt að Brittany hefði þjáðst af lungnabólgu. Nú leikur grunur á að eitrað hafi verið fyrir Brittany.

Faðir hennar lét taka málið upp aftur og kom þá í ljós að mikið magn málma fannst í blóði hennar og hári. Bendir þetta til að eitrað hafi verið fyrir leikkonunni. Enginn liggur undir grun á þessari stundu og ekki er ljóst hvort lögreglan sé búin að yfirheyra nokkurn í tengslum við málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.