Forsetinn mættur til leiks í Zagreb Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2013 12:12 Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit en segir að allt geti gerst í knattspyrnu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, breytti ferðaáætlunum sínum þar sem hann var staddur í Abu Dhabi, og er kominn til Zagreb til að fylgjast með viðureign Íslands og Króatíu í knattspyrnu. Ólafur Ragnar er þekktur fyrir íþróttaáhuga sinn og frægt er þegar hann studdi íslenska handboltalandsliðið til dáða og sæmdi liðsmenn þess, í kjölfar frækilegrar framgöngu á ólympíuleikunum í Peking, orðu. Vísir náði tali af forsetanum á flugvellinum. Hvernig leggst þessi mikilvægi leikur í kvöld í forsetann?Breytti ferðaáætlunum sínum „Ég er, eins og allir Íslendingar, mjög spenntur fyrir þessum leik. Enda er hann afar sögulegur. Mér til efs að það hafi, í íslenskri knattspyrnusögu, verið mikilvægari leikur. Því að hann mun ráða því hvort við náum þessum sögulega áfanga sem ég held að fæsta hafi dreymt um hér áður fyrr í íslenskri knattspyrnu. Mér var hugsað til þess í morgun þegar ég var að leggja af stað frá Abu Dhabi til Zagreb, um miðja nótt, að fyrir okkur sem fórum á gamla Melavöllinn fyrir um hálfri öld eða svo; vorum þar í rokinu eða í litlu timburstúkunni og horfðum á Ríkharð Jónsson og aðra frá Akranesi vera að leika, þá hefði það virkað eins og ferð til tunglsins að íslenska landsliðið ætti möguleika á því að leika í einum leik til úrslita um það hvort það næði í þennan úrvalsflokk.“Forsetinn minnir á leikinn við Frakka Ólafur og Dorrit forsetafrú verða bæði á leiknum. Forsetinn ákvað að breyta sínum ferðaáætlunum heim til Íslands til að geta verið í Zagreb. „Og vaknaði klukkan tvö í nótt þar sem ég var í Abu Dhabi að stjórna fundi í dómnefnd orkuverðlaunanna, til þess að geta flogið í gegnum Búdapest og Doha og hingað til Zagreb.“ Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit, segir það erfitt. „Nei, en það hafa margir skemmtilegir hlutir gerst í knattspyrnunni. Ég minni þig nú á það að þegar frönsku heimsmeistararnir komu til Íslands fyrir nokkrum árum, eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í París, eftir að hafa orðið heimsmeistarar, þá náðum við nú jafntefli á Laugardalsvellinum. Við heimsmeistarana. Þannig að það sýnir nú að allt getur gerst í þessum efnum.“Mikilvæg skilaboð Forseti Íslands vonar að allir Íslendingar muni fylgjast með þessum leik. „Hvernig sem hann fer þá er hann stór stund í okkar íþróttasögu. Jafnast á við stærstu stundir undanfarinna ára hver sem úrslitin verða. En mér finnst líka mikilvægt að í leiknum eru skilaboð til ungs fólks á Íslandi. Krakkanna sem eru að byrja að spila fótbolta og æfa þúsundum saman út um allt land, að það er hægt með ástundun og atorku að ná í fremstu röð. Það eru mikilvæg skilaboð fyrir æskufólk í litlu landi.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, breytti ferðaáætlunum sínum þar sem hann var staddur í Abu Dhabi, og er kominn til Zagreb til að fylgjast með viðureign Íslands og Króatíu í knattspyrnu. Ólafur Ragnar er þekktur fyrir íþróttaáhuga sinn og frægt er þegar hann studdi íslenska handboltalandsliðið til dáða og sæmdi liðsmenn þess, í kjölfar frækilegrar framgöngu á ólympíuleikunum í Peking, orðu. Vísir náði tali af forsetanum á flugvellinum. Hvernig leggst þessi mikilvægi leikur í kvöld í forsetann?Breytti ferðaáætlunum sínum „Ég er, eins og allir Íslendingar, mjög spenntur fyrir þessum leik. Enda er hann afar sögulegur. Mér til efs að það hafi, í íslenskri knattspyrnusögu, verið mikilvægari leikur. Því að hann mun ráða því hvort við náum þessum sögulega áfanga sem ég held að fæsta hafi dreymt um hér áður fyrr í íslenskri knattspyrnu. Mér var hugsað til þess í morgun þegar ég var að leggja af stað frá Abu Dhabi til Zagreb, um miðja nótt, að fyrir okkur sem fórum á gamla Melavöllinn fyrir um hálfri öld eða svo; vorum þar í rokinu eða í litlu timburstúkunni og horfðum á Ríkharð Jónsson og aðra frá Akranesi vera að leika, þá hefði það virkað eins og ferð til tunglsins að íslenska landsliðið ætti möguleika á því að leika í einum leik til úrslita um það hvort það næði í þennan úrvalsflokk.“Forsetinn minnir á leikinn við Frakka Ólafur og Dorrit forsetafrú verða bæði á leiknum. Forsetinn ákvað að breyta sínum ferðaáætlunum heim til Íslands til að geta verið í Zagreb. „Og vaknaði klukkan tvö í nótt þar sem ég var í Abu Dhabi að stjórna fundi í dómnefnd orkuverðlaunanna, til þess að geta flogið í gegnum Búdapest og Doha og hingað til Zagreb.“ Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit, segir það erfitt. „Nei, en það hafa margir skemmtilegir hlutir gerst í knattspyrnunni. Ég minni þig nú á það að þegar frönsku heimsmeistararnir komu til Íslands fyrir nokkrum árum, eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í París, eftir að hafa orðið heimsmeistarar, þá náðum við nú jafntefli á Laugardalsvellinum. Við heimsmeistarana. Þannig að það sýnir nú að allt getur gerst í þessum efnum.“Mikilvæg skilaboð Forseti Íslands vonar að allir Íslendingar muni fylgjast með þessum leik. „Hvernig sem hann fer þá er hann stór stund í okkar íþróttasögu. Jafnast á við stærstu stundir undanfarinna ára hver sem úrslitin verða. En mér finnst líka mikilvægt að í leiknum eru skilaboð til ungs fólks á Íslandi. Krakkanna sem eru að byrja að spila fótbolta og æfa þúsundum saman út um allt land, að það er hægt með ástundun og atorku að ná í fremstu röð. Það eru mikilvæg skilaboð fyrir æskufólk í litlu landi.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira