Forsetinn mættur til leiks í Zagreb Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2013 12:12 Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit en segir að allt geti gerst í knattspyrnu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, breytti ferðaáætlunum sínum þar sem hann var staddur í Abu Dhabi, og er kominn til Zagreb til að fylgjast með viðureign Íslands og Króatíu í knattspyrnu. Ólafur Ragnar er þekktur fyrir íþróttaáhuga sinn og frægt er þegar hann studdi íslenska handboltalandsliðið til dáða og sæmdi liðsmenn þess, í kjölfar frækilegrar framgöngu á ólympíuleikunum í Peking, orðu. Vísir náði tali af forsetanum á flugvellinum. Hvernig leggst þessi mikilvægi leikur í kvöld í forsetann?Breytti ferðaáætlunum sínum „Ég er, eins og allir Íslendingar, mjög spenntur fyrir þessum leik. Enda er hann afar sögulegur. Mér til efs að það hafi, í íslenskri knattspyrnusögu, verið mikilvægari leikur. Því að hann mun ráða því hvort við náum þessum sögulega áfanga sem ég held að fæsta hafi dreymt um hér áður fyrr í íslenskri knattspyrnu. Mér var hugsað til þess í morgun þegar ég var að leggja af stað frá Abu Dhabi til Zagreb, um miðja nótt, að fyrir okkur sem fórum á gamla Melavöllinn fyrir um hálfri öld eða svo; vorum þar í rokinu eða í litlu timburstúkunni og horfðum á Ríkharð Jónsson og aðra frá Akranesi vera að leika, þá hefði það virkað eins og ferð til tunglsins að íslenska landsliðið ætti möguleika á því að leika í einum leik til úrslita um það hvort það næði í þennan úrvalsflokk.“Forsetinn minnir á leikinn við Frakka Ólafur og Dorrit forsetafrú verða bæði á leiknum. Forsetinn ákvað að breyta sínum ferðaáætlunum heim til Íslands til að geta verið í Zagreb. „Og vaknaði klukkan tvö í nótt þar sem ég var í Abu Dhabi að stjórna fundi í dómnefnd orkuverðlaunanna, til þess að geta flogið í gegnum Búdapest og Doha og hingað til Zagreb.“ Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit, segir það erfitt. „Nei, en það hafa margir skemmtilegir hlutir gerst í knattspyrnunni. Ég minni þig nú á það að þegar frönsku heimsmeistararnir komu til Íslands fyrir nokkrum árum, eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í París, eftir að hafa orðið heimsmeistarar, þá náðum við nú jafntefli á Laugardalsvellinum. Við heimsmeistarana. Þannig að það sýnir nú að allt getur gerst í þessum efnum.“Mikilvæg skilaboð Forseti Íslands vonar að allir Íslendingar muni fylgjast með þessum leik. „Hvernig sem hann fer þá er hann stór stund í okkar íþróttasögu. Jafnast á við stærstu stundir undanfarinna ára hver sem úrslitin verða. En mér finnst líka mikilvægt að í leiknum eru skilaboð til ungs fólks á Íslandi. Krakkanna sem eru að byrja að spila fótbolta og æfa þúsundum saman út um allt land, að það er hægt með ástundun og atorku að ná í fremstu röð. Það eru mikilvæg skilaboð fyrir æskufólk í litlu landi.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, breytti ferðaáætlunum sínum þar sem hann var staddur í Abu Dhabi, og er kominn til Zagreb til að fylgjast með viðureign Íslands og Króatíu í knattspyrnu. Ólafur Ragnar er þekktur fyrir íþróttaáhuga sinn og frægt er þegar hann studdi íslenska handboltalandsliðið til dáða og sæmdi liðsmenn þess, í kjölfar frækilegrar framgöngu á ólympíuleikunum í Peking, orðu. Vísir náði tali af forsetanum á flugvellinum. Hvernig leggst þessi mikilvægi leikur í kvöld í forsetann?Breytti ferðaáætlunum sínum „Ég er, eins og allir Íslendingar, mjög spenntur fyrir þessum leik. Enda er hann afar sögulegur. Mér til efs að það hafi, í íslenskri knattspyrnusögu, verið mikilvægari leikur. Því að hann mun ráða því hvort við náum þessum sögulega áfanga sem ég held að fæsta hafi dreymt um hér áður fyrr í íslenskri knattspyrnu. Mér var hugsað til þess í morgun þegar ég var að leggja af stað frá Abu Dhabi til Zagreb, um miðja nótt, að fyrir okkur sem fórum á gamla Melavöllinn fyrir um hálfri öld eða svo; vorum þar í rokinu eða í litlu timburstúkunni og horfðum á Ríkharð Jónsson og aðra frá Akranesi vera að leika, þá hefði það virkað eins og ferð til tunglsins að íslenska landsliðið ætti möguleika á því að leika í einum leik til úrslita um það hvort það næði í þennan úrvalsflokk.“Forsetinn minnir á leikinn við Frakka Ólafur og Dorrit forsetafrú verða bæði á leiknum. Forsetinn ákvað að breyta sínum ferðaáætlunum heim til Íslands til að geta verið í Zagreb. „Og vaknaði klukkan tvö í nótt þar sem ég var í Abu Dhabi að stjórna fundi í dómnefnd orkuverðlaunanna, til þess að geta flogið í gegnum Búdapest og Doha og hingað til Zagreb.“ Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit, segir það erfitt. „Nei, en það hafa margir skemmtilegir hlutir gerst í knattspyrnunni. Ég minni þig nú á það að þegar frönsku heimsmeistararnir komu til Íslands fyrir nokkrum árum, eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í París, eftir að hafa orðið heimsmeistarar, þá náðum við nú jafntefli á Laugardalsvellinum. Við heimsmeistarana. Þannig að það sýnir nú að allt getur gerst í þessum efnum.“Mikilvæg skilaboð Forseti Íslands vonar að allir Íslendingar muni fylgjast með þessum leik. „Hvernig sem hann fer þá er hann stór stund í okkar íþróttasögu. Jafnast á við stærstu stundir undanfarinna ára hver sem úrslitin verða. En mér finnst líka mikilvægt að í leiknum eru skilaboð til ungs fólks á Íslandi. Krakkanna sem eru að byrja að spila fótbolta og æfa þúsundum saman út um allt land, að það er hægt með ástundun og atorku að ná í fremstu röð. Það eru mikilvæg skilaboð fyrir æskufólk í litlu landi.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira