Forsetinn mættur til leiks í Zagreb Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2013 12:12 Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit en segir að allt geti gerst í knattspyrnu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, breytti ferðaáætlunum sínum þar sem hann var staddur í Abu Dhabi, og er kominn til Zagreb til að fylgjast með viðureign Íslands og Króatíu í knattspyrnu. Ólafur Ragnar er þekktur fyrir íþróttaáhuga sinn og frægt er þegar hann studdi íslenska handboltalandsliðið til dáða og sæmdi liðsmenn þess, í kjölfar frækilegrar framgöngu á ólympíuleikunum í Peking, orðu. Vísir náði tali af forsetanum á flugvellinum. Hvernig leggst þessi mikilvægi leikur í kvöld í forsetann?Breytti ferðaáætlunum sínum „Ég er, eins og allir Íslendingar, mjög spenntur fyrir þessum leik. Enda er hann afar sögulegur. Mér til efs að það hafi, í íslenskri knattspyrnusögu, verið mikilvægari leikur. Því að hann mun ráða því hvort við náum þessum sögulega áfanga sem ég held að fæsta hafi dreymt um hér áður fyrr í íslenskri knattspyrnu. Mér var hugsað til þess í morgun þegar ég var að leggja af stað frá Abu Dhabi til Zagreb, um miðja nótt, að fyrir okkur sem fórum á gamla Melavöllinn fyrir um hálfri öld eða svo; vorum þar í rokinu eða í litlu timburstúkunni og horfðum á Ríkharð Jónsson og aðra frá Akranesi vera að leika, þá hefði það virkað eins og ferð til tunglsins að íslenska landsliðið ætti möguleika á því að leika í einum leik til úrslita um það hvort það næði í þennan úrvalsflokk.“Forsetinn minnir á leikinn við Frakka Ólafur og Dorrit forsetafrú verða bæði á leiknum. Forsetinn ákvað að breyta sínum ferðaáætlunum heim til Íslands til að geta verið í Zagreb. „Og vaknaði klukkan tvö í nótt þar sem ég var í Abu Dhabi að stjórna fundi í dómnefnd orkuverðlaunanna, til þess að geta flogið í gegnum Búdapest og Doha og hingað til Zagreb.“ Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit, segir það erfitt. „Nei, en það hafa margir skemmtilegir hlutir gerst í knattspyrnunni. Ég minni þig nú á það að þegar frönsku heimsmeistararnir komu til Íslands fyrir nokkrum árum, eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í París, eftir að hafa orðið heimsmeistarar, þá náðum við nú jafntefli á Laugardalsvellinum. Við heimsmeistarana. Þannig að það sýnir nú að allt getur gerst í þessum efnum.“Mikilvæg skilaboð Forseti Íslands vonar að allir Íslendingar muni fylgjast með þessum leik. „Hvernig sem hann fer þá er hann stór stund í okkar íþróttasögu. Jafnast á við stærstu stundir undanfarinna ára hver sem úrslitin verða. En mér finnst líka mikilvægt að í leiknum eru skilaboð til ungs fólks á Íslandi. Krakkanna sem eru að byrja að spila fótbolta og æfa þúsundum saman út um allt land, að það er hægt með ástundun og atorku að ná í fremstu röð. Það eru mikilvæg skilaboð fyrir æskufólk í litlu landi.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, breytti ferðaáætlunum sínum þar sem hann var staddur í Abu Dhabi, og er kominn til Zagreb til að fylgjast með viðureign Íslands og Króatíu í knattspyrnu. Ólafur Ragnar er þekktur fyrir íþróttaáhuga sinn og frægt er þegar hann studdi íslenska handboltalandsliðið til dáða og sæmdi liðsmenn þess, í kjölfar frækilegrar framgöngu á ólympíuleikunum í Peking, orðu. Vísir náði tali af forsetanum á flugvellinum. Hvernig leggst þessi mikilvægi leikur í kvöld í forsetann?Breytti ferðaáætlunum sínum „Ég er, eins og allir Íslendingar, mjög spenntur fyrir þessum leik. Enda er hann afar sögulegur. Mér til efs að það hafi, í íslenskri knattspyrnusögu, verið mikilvægari leikur. Því að hann mun ráða því hvort við náum þessum sögulega áfanga sem ég held að fæsta hafi dreymt um hér áður fyrr í íslenskri knattspyrnu. Mér var hugsað til þess í morgun þegar ég var að leggja af stað frá Abu Dhabi til Zagreb, um miðja nótt, að fyrir okkur sem fórum á gamla Melavöllinn fyrir um hálfri öld eða svo; vorum þar í rokinu eða í litlu timburstúkunni og horfðum á Ríkharð Jónsson og aðra frá Akranesi vera að leika, þá hefði það virkað eins og ferð til tunglsins að íslenska landsliðið ætti möguleika á því að leika í einum leik til úrslita um það hvort það næði í þennan úrvalsflokk.“Forsetinn minnir á leikinn við Frakka Ólafur og Dorrit forsetafrú verða bæði á leiknum. Forsetinn ákvað að breyta sínum ferðaáætlunum heim til Íslands til að geta verið í Zagreb. „Og vaknaði klukkan tvö í nótt þar sem ég var í Abu Dhabi að stjórna fundi í dómnefnd orkuverðlaunanna, til þess að geta flogið í gegnum Búdapest og Doha og hingað til Zagreb.“ Ólafur Ragnar vill ekki spá fyrir um úrslit, segir það erfitt. „Nei, en það hafa margir skemmtilegir hlutir gerst í knattspyrnunni. Ég minni þig nú á það að þegar frönsku heimsmeistararnir komu til Íslands fyrir nokkrum árum, eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í París, eftir að hafa orðið heimsmeistarar, þá náðum við nú jafntefli á Laugardalsvellinum. Við heimsmeistarana. Þannig að það sýnir nú að allt getur gerst í þessum efnum.“Mikilvæg skilaboð Forseti Íslands vonar að allir Íslendingar muni fylgjast með þessum leik. „Hvernig sem hann fer þá er hann stór stund í okkar íþróttasögu. Jafnast á við stærstu stundir undanfarinna ára hver sem úrslitin verða. En mér finnst líka mikilvægt að í leiknum eru skilaboð til ungs fólks á Íslandi. Krakkanna sem eru að byrja að spila fótbolta og æfa þúsundum saman út um allt land, að það er hægt með ástundun og atorku að ná í fremstu röð. Það eru mikilvæg skilaboð fyrir æskufólk í litlu landi.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira