Lífið

Gleði á Græna hattinum

Myndir/Auðunn
Mikið var um dýrðir í útgáfuteiti ljósmyndabókar um tíu ára sögu Græna hattsins.

Haukur Tryggvason tók við rekstri Græna hattsins árið 2003 og hefur staðið fyrir um eitt þúsund tónleikum á þessum tíu árum. í ljósmyndabókinni gefst tækifæri til að rifja upp undursamleg augnablik eða láta sig dreyma um þau sem framundan eru.

Daníel Starrason, Skapti Hallgrímsson, Haukur Tryggvason og Þórhallur Jónsson. Mynd/Auðunn
Daníel Starrason, Skapti Hallgrímsson og Þórhallur Jónsson leika af fingrum fram á ljósmyndavélar og linsur en um undirspil sjá snjöllustu tónlistarmenn lýðveldisins auk nokkurra erlendra gesta. Haukur vert tók sjálfur nokkrar myndanna og aðrir ljósmyndir hafa lagt til eina og eina.

Gestir og gangandi blöðuðu í bókinni í útgáfuteitinu og leyndi gleðin sér ekki með þetta einstaka ljósmyndaverk.

Hjónin Þórhallur Jónsson og Inga Vestmann.
Magni Ásgeirsson, einn þeirra sem mynd er af í bókinni, tók lagið í útgáfuteitinu.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.