Barnaníðingur talinn ósakhæfur Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 14:45 Dómurinn taldi að maðurinn hefði verið ófær um að stjórna gerðum sínum. Karlmaður var í dag dæmdur til að sæta öryggisráðstöfunum á réttargeðdeild Landspítalans, viðeigandi sambýli eða sambærilegum stað vegna brota sem hann framdi gegn tveimur drengjum, þá 13 og 5 ára gömlum.Fyrra brot mannsins gegn 5 ára dreng Manninum var gefið að sök að hafa brotið gegn yngri drengnum á árinu 2004, en drengurinn var þá 5 ára. Var hann ákærður fyrir að hafa látið drenginn afklæðast að neðan og sýna á sér kynfærin og snert hann með hendi á lærunum. Einnig fyrir kynferðislega áreitni með því að láta drenginn fylgjast með á meðan hann lét annan dreng kyssa og sjúka á sér kynfærin. Maðurinn játaði að hafa látið drenginn afklæðast og sýnt sér kynfærin en ekki að hafa snert hann á lærum og taldist það því ekki sannað. Hann kvaðst ekki muna eftir síðara atvikinu en með framburði vitna var talin komin fram lögfull sönnun um að hann hefði brotið gegn drengum með þeim hætti.Síðara brotið gegn 13 ára dreng Manninum var einnig gefið að sök að hafa í september á þessu ári áreitt eldri drenginn kynferðislega með því ræða og skrifast á við hann af grófum kynferðislegum toga, þar með talið um kynferðisathafnir, leitast við að fá drenginn til að senda sér ljósmyndir sem sýndu hann nakinn og leitað eftir kynferðislegu stefnumóti við hann allt þar til þeir mæltu sér mót til að hafa kynferðismök og hittust í miðbæ Reykjanesbæjar síðar í þeim tilgangi. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að mæla sér mót við drenginn í gegnum netið til að hafa við hann kynferðismök án árangurs en vissi þá ekki að viðmælandinn reyndist vera móðir drengsins. Að lokum var honum gefið að sök að hafa reynt að tæla drenginn til kynferðismaka með því að bjóða honum peningagreiðslu. Maðurinn játaði að hafa skrifast á við drenginn á netinu og leitað eftir kynferðislegu stefnumóti við hann. Hins vegar taldist það ekki sannað að hann hafi beðið hann að senda sér ljósmyndir af sér nöktum, maðurinn var því sakfelldur fyrir alla liði ákærunnar utan þess.Talinn ósakhæfur Fyrir dóminn komu geðlæknar sem báru vitni um andlegan vanþroska mannsins vegna þroskahömlumar og lágrar greindar. Töldu þeir að hann væri ófær um að stjórna gerðum sínum, sérlega hvað varði kynlíf og kynferðismál. Það var mat eins þeirra að hegðun mannsins í þessar veruna héldi áfram og tveir þeirra staðfestu að þeir teldu að refsing myndi ekki bera árangur. Hérðasdómur taldi að andlegt ástand mannsins hafi verið það skert á verknaðarstundu að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum og því ósakhæfur. Hann var því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins.Gert að sæta öryggisgæslu Dómurinn haldi hins vegar nauðsynlegt að varna því að háski verði af manninum og því var honum gert að sæta öryggisgæslu með sérstökum ráðstöfunum, á viðeigandi sambýli eða sambærilegum stað þar sem þjónusta er á staðnum í að minnsta kosti 12 tíma á hverjum degi en yfirlæknir geðdeildar Landspítalans ákveður nákvæmari útfærslur á slíku. Þá skuli tryggja að farið sé yfir net- og símanotkun mannsins vikulega með sérstakri áherslu á að varna kynferðislegri áreitni og annarri ótilhlýðilegri háttsemi gagnvart börnum og ungmennum. Þá skal yfirlæknir tryggja að farið sé vikulega með manninum yfir samskipti hans og þá sérstaklega við börn og ungmenni. Skal maðurinn einnig sæta annarri meðferð, þar með talið fræðslu og leiðbeiningum sem yfirlæknirinn telur nauðsynlegt til að varna því að háski stafi af honum, ekki sjaldnar en vikulega. Var manninum þar að auki gert að greiða drengunum samtals 1 milljón í miskabætur. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur til að sæta öryggisráðstöfunum á réttargeðdeild Landspítalans, viðeigandi sambýli eða sambærilegum stað vegna brota sem hann framdi gegn tveimur drengjum, þá 13 og 5 ára gömlum.Fyrra brot mannsins gegn 5 ára dreng Manninum var gefið að sök að hafa brotið gegn yngri drengnum á árinu 2004, en drengurinn var þá 5 ára. Var hann ákærður fyrir að hafa látið drenginn afklæðast að neðan og sýna á sér kynfærin og snert hann með hendi á lærunum. Einnig fyrir kynferðislega áreitni með því að láta drenginn fylgjast með á meðan hann lét annan dreng kyssa og sjúka á sér kynfærin. Maðurinn játaði að hafa látið drenginn afklæðast og sýnt sér kynfærin en ekki að hafa snert hann á lærum og taldist það því ekki sannað. Hann kvaðst ekki muna eftir síðara atvikinu en með framburði vitna var talin komin fram lögfull sönnun um að hann hefði brotið gegn drengum með þeim hætti.Síðara brotið gegn 13 ára dreng Manninum var einnig gefið að sök að hafa í september á þessu ári áreitt eldri drenginn kynferðislega með því ræða og skrifast á við hann af grófum kynferðislegum toga, þar með talið um kynferðisathafnir, leitast við að fá drenginn til að senda sér ljósmyndir sem sýndu hann nakinn og leitað eftir kynferðislegu stefnumóti við hann allt þar til þeir mæltu sér mót til að hafa kynferðismök og hittust í miðbæ Reykjanesbæjar síðar í þeim tilgangi. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að mæla sér mót við drenginn í gegnum netið til að hafa við hann kynferðismök án árangurs en vissi þá ekki að viðmælandinn reyndist vera móðir drengsins. Að lokum var honum gefið að sök að hafa reynt að tæla drenginn til kynferðismaka með því að bjóða honum peningagreiðslu. Maðurinn játaði að hafa skrifast á við drenginn á netinu og leitað eftir kynferðislegu stefnumóti við hann. Hins vegar taldist það ekki sannað að hann hafi beðið hann að senda sér ljósmyndir af sér nöktum, maðurinn var því sakfelldur fyrir alla liði ákærunnar utan þess.Talinn ósakhæfur Fyrir dóminn komu geðlæknar sem báru vitni um andlegan vanþroska mannsins vegna þroskahömlumar og lágrar greindar. Töldu þeir að hann væri ófær um að stjórna gerðum sínum, sérlega hvað varði kynlíf og kynferðismál. Það var mat eins þeirra að hegðun mannsins í þessar veruna héldi áfram og tveir þeirra staðfestu að þeir teldu að refsing myndi ekki bera árangur. Hérðasdómur taldi að andlegt ástand mannsins hafi verið það skert á verknaðarstundu að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum og því ósakhæfur. Hann var því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins.Gert að sæta öryggisgæslu Dómurinn haldi hins vegar nauðsynlegt að varna því að háski verði af manninum og því var honum gert að sæta öryggisgæslu með sérstökum ráðstöfunum, á viðeigandi sambýli eða sambærilegum stað þar sem þjónusta er á staðnum í að minnsta kosti 12 tíma á hverjum degi en yfirlæknir geðdeildar Landspítalans ákveður nákvæmari útfærslur á slíku. Þá skuli tryggja að farið sé yfir net- og símanotkun mannsins vikulega með sérstakri áherslu á að varna kynferðislegri áreitni og annarri ótilhlýðilegri háttsemi gagnvart börnum og ungmennum. Þá skal yfirlæknir tryggja að farið sé vikulega með manninum yfir samskipti hans og þá sérstaklega við börn og ungmenni. Skal maðurinn einnig sæta annarri meðferð, þar með talið fræðslu og leiðbeiningum sem yfirlæknirinn telur nauðsynlegt til að varna því að háski stafi af honum, ekki sjaldnar en vikulega. Var manninum þar að auki gert að greiða drengunum samtals 1 milljón í miskabætur.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira