Innlent

Aldursmunur foreldra eins í dag og fyrir 150 árum

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Meðalaldursmunur íslenskra foreldra við fyrsta barn hefur haldist í þremur árum síðustu 150 ár.
Meðalaldursmunur íslenskra foreldra við fyrsta barn hefur haldist í þremur árum síðustu 150 ár. Nordicphotos/Getty
Munur á meðalaldri foreldra þegar þeir eignast sitt fyrsta barn hefur haldist eins síðustu 150 ár. Karlar eru að jafnaði þremur árum eldri en konur þegar frumburður fæðist, en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur meðalaldur beggja kynja hefur þó hækkað samhliða töluvert undanfarna áratugi.

Þessi munur gæti varpað ljósi á raunverulega stöðu kvenna, en samkvæmt Ólöfu Garðarsdóttur, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands (HÍ), ætti aldursmunurinn að hafa minnkað undanfarna áratugi í ljósi breytinga í samfélaginu.

„Þetta ætti í raun ekki að eiga við í dag þar sem þetta er gömul hefð sem var auðveldara að útskýra þegar karlar voru fyrirvinnur og konurnar dvöldu heima,“ segir hún. „Launamisrétti kynjanna gæti verið ein birtingarmynd þessa því konur lenda oftar í því að bíða á meðan karlarnir klára menntun og komast á vinnumarkaðinn.“

Þorgerður Einarsdóttir
Endurspegla hugmyndir um valdahlutfall

Hún bendir á að það áhugaverðasta í tölunum sé að munurinn hafi haldist í þessum þremur árum síðustu 150 ár að minnsta kosti. „Maður hefði haldið að þetta myndi réttast af þegar gert er ráð fyrir að báðir aðilar séu á vinnumarkaði,“ segir hún. „Konur eiga ekki að hafa öðruvísi stöðu en karlar. En kannski er þetta vísbending um að svo sé ekki.“



Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við HÍ, segir tölurnar endurspegla gamlar hugmyndir um valdahlutfall kynja í parasamböndum og sé samfélagsleg hefð til að viðhalda þeim mun. 

„Þetta hefur verið sett í samband við valdamun kynjanna í parasamböndum. Yngri stelpa hefur í flestum skilningi minni völd,“ segir hún. „Og strákar eru með yngri stelpum en ekki öfugt. Og það hefur greinilega haldist svona vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×