Innlent

Máttu ekki semja við lægstbjóðanda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er bæjarstjóri í Hafnarfirði þar sem gjöld fyrir sorpeyðingu hækka um áramót.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er bæjarstjóri í Hafnarfirði þar sem gjöld fyrir sorpeyðingu hækka um áramót. Fréttablaðið/Daníel
Fulltrúar meirihluta VG og Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar segja sorpeyðingagjald hækka um 6,8 prósent vegna úrskurðar sem meini bænum að semja við lægstbjóðanda um sorpþjónustu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu hækkunina bætast við 25,17 prósent hækkun frá í fyrra. Mikil krafa sé í samfélaginu um að sveitarfélög haldi í sér varðandi gjaldskrárhækkanir. Meirihlutinn sagði engar hækkanir fyrirhugaðar í fræðslu- og fjölskyldumálum og að álagningarhlutfall fasteignaskatts lækki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×