ÁTVR þegar hafnað keimlíkum drykkjum Brjánn Jónasson skrifar 12. desember 2013 15:15 ÁTVR hafnaði því að taka þessa sangríu frá Don Simon í sölu. Umbúðirnar þóttu of líkar saklausum ávaxtasöfum. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur nokkrum sinnum beitt heimild sem verslunin hefur til að hafna því að taka í sölu vörur sem eru í umbúðum sem eru taldar of líkar umbúðum annarrar vöru. „Það hefur komið fyrir að við höfum hafnað vörum,“ segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR. Hann segir ekki um mörg tilvik að ræða, og segir að í nokkrum tilvikum hafi framleiðendum verið boðið að breyta umbúðum svo þær þyki ekki of líkar öðrum vörum. Í reglugerð sem gilt hefur um innkaup ÁTVR frá árinu 2011 segir: „ÁTVR er heimilt að hafna vöru sem er keimlík annarri vöru á markaði.“ Í frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi nýverið, og er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd, er orðalaginu breytt. Í frumvarpinu er orðalagið svona: „ÁTVR er heimilt að hafna áfengi ef umbúðir þess líkjast í helstu meginatriðum öðrum vörum sem boðnar eru til sölu eða auglýstar á almennum markaði hér á landi, svo sem með notkun sama forms, umbúðaefnis, vörumerkis, myndmáls, texta, litavals eða leturgerðar.“ Einar segir að með þessu sé verið að skerpa á því ákvæði sem unnið hafi verið eftir frá árinu 2011, en ÁTVR telji ekki að verið sé að gera miklar breytingar. „Þarna er verið að krydda orðalagið,“ segir Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri heildsölunnar HOB vín. Hann segir EFTA-dómstólinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki þessar heimildir til að hafna því að selja tegundir. Nú virðist þingmenn ætla að reyna að hafa álit EFTA-dómstólsins að engu með því að breyta orðalagi ákvæðisins. „Það er ekki boðlegt að leggja svona hroða fyrir þingið endalaust,“ segir Sigurður. ÁTVR hafnaði því að taka áfenga sangríu frá fyrirtækinu Don Simon, sem HOB vín flutti inn, í sölu á síðasta ári. Sangrían var í fernum, og þótti stjórnendum ÁTVR umbúðirnar minna svo á umbúðir „saklausra ávaxtasafa“ að „augljós ruglingshætta skapist“. Þá þóttu myndir af „heilnæmum ávöxtum“ ekki við hæfi á áfengisumbúðum. Sigurður óttast að fái ÁTVR vald til að taka ekki í sölu tegundir sem þyki á einhvern hátt líkar tegundum sem nú séu í sölu, til dæmis léttölstegund sem svipi til bjórtegundar, geti það leitt af sér ýmis vandamál. Þannig gæti áfengisinnflytjandi ákveðið að hætta að flytja inn léttöl sömu tegundar og hann sé með í sölu í ÁTVR. Þá gæti í raun hver sem er flutt inn óáfengu vöruna í krafti EES-samningsins. Þá hafi ÁTVR heimild til að taka úr sölu bjór innflytjandans byggt á því að alls óskyldur aðili hafi tekið allt aðra vöru í sölu í stórmarkaði. Sigurður segir einnig óboðlegt að í ákvæðum laganna þar sem ÁTVR fái heimildir til að taka ekki vöru í sölu til dæmis vegna þess að hún innihaldi koffein sé ákvæðið orðað þannig að ÁTVR sé „heimilt“ að taka vöruna ekki í sölu. Það þýði að ÁTVR fái að taka geðþóttaákvarðanir um hvort vörur séu þóknanlegar, í stað þess að lögin banni eitthvað eða leyfi það.Umbúðir þessa síder-drykkjar þóttu klámfengnar og neitaði ÁTVR að taka hana í sölu.Vilja bætur fyrir tapaða framlegð Tekist er á um tjón heildsölunnar HOB vín vegna þeirrar ákvörðunar ÁTVR að neita að taka síder-drykki sem fyrirtækið flytur inn í sölu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Banninu var hnekkt með dómi héraðsdóms í desember í fyrra, og hefur dómkvaddur matsmaður nú fengið það verkefni að meta það tjón sem hlaust af ákvörðun ÁTVR. „Við gerum kröfu um tapaða framlegð fyrir þau ár sem varan var ekki í sölu,“ segir Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri heildsölunnar HOB vín. Hann segir að varan hafi ekki fengið inni í verslunum ÁTVR í þrjú ár, og á meðan hafi aðrar tegundir náð fótfestu og markaðsstöðu. Drykkjunum var hafnað þar sem teikningar á umbúðunum þóttu klámfengnar. „Þetta er trúlega það grófasta sem ég hef upplifað í samskiptum mínum við ÁTVR,“ segir Sigurður. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur nokkrum sinnum beitt heimild sem verslunin hefur til að hafna því að taka í sölu vörur sem eru í umbúðum sem eru taldar of líkar umbúðum annarrar vöru. „Það hefur komið fyrir að við höfum hafnað vörum,“ segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR. Hann segir ekki um mörg tilvik að ræða, og segir að í nokkrum tilvikum hafi framleiðendum verið boðið að breyta umbúðum svo þær þyki ekki of líkar öðrum vörum. Í reglugerð sem gilt hefur um innkaup ÁTVR frá árinu 2011 segir: „ÁTVR er heimilt að hafna vöru sem er keimlík annarri vöru á markaði.“ Í frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi nýverið, og er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd, er orðalaginu breytt. Í frumvarpinu er orðalagið svona: „ÁTVR er heimilt að hafna áfengi ef umbúðir þess líkjast í helstu meginatriðum öðrum vörum sem boðnar eru til sölu eða auglýstar á almennum markaði hér á landi, svo sem með notkun sama forms, umbúðaefnis, vörumerkis, myndmáls, texta, litavals eða leturgerðar.“ Einar segir að með þessu sé verið að skerpa á því ákvæði sem unnið hafi verið eftir frá árinu 2011, en ÁTVR telji ekki að verið sé að gera miklar breytingar. „Þarna er verið að krydda orðalagið,“ segir Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri heildsölunnar HOB vín. Hann segir EFTA-dómstólinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki þessar heimildir til að hafna því að selja tegundir. Nú virðist þingmenn ætla að reyna að hafa álit EFTA-dómstólsins að engu með því að breyta orðalagi ákvæðisins. „Það er ekki boðlegt að leggja svona hroða fyrir þingið endalaust,“ segir Sigurður. ÁTVR hafnaði því að taka áfenga sangríu frá fyrirtækinu Don Simon, sem HOB vín flutti inn, í sölu á síðasta ári. Sangrían var í fernum, og þótti stjórnendum ÁTVR umbúðirnar minna svo á umbúðir „saklausra ávaxtasafa“ að „augljós ruglingshætta skapist“. Þá þóttu myndir af „heilnæmum ávöxtum“ ekki við hæfi á áfengisumbúðum. Sigurður óttast að fái ÁTVR vald til að taka ekki í sölu tegundir sem þyki á einhvern hátt líkar tegundum sem nú séu í sölu, til dæmis léttölstegund sem svipi til bjórtegundar, geti það leitt af sér ýmis vandamál. Þannig gæti áfengisinnflytjandi ákveðið að hætta að flytja inn léttöl sömu tegundar og hann sé með í sölu í ÁTVR. Þá gæti í raun hver sem er flutt inn óáfengu vöruna í krafti EES-samningsins. Þá hafi ÁTVR heimild til að taka úr sölu bjór innflytjandans byggt á því að alls óskyldur aðili hafi tekið allt aðra vöru í sölu í stórmarkaði. Sigurður segir einnig óboðlegt að í ákvæðum laganna þar sem ÁTVR fái heimildir til að taka ekki vöru í sölu til dæmis vegna þess að hún innihaldi koffein sé ákvæðið orðað þannig að ÁTVR sé „heimilt“ að taka vöruna ekki í sölu. Það þýði að ÁTVR fái að taka geðþóttaákvarðanir um hvort vörur séu þóknanlegar, í stað þess að lögin banni eitthvað eða leyfi það.Umbúðir þessa síder-drykkjar þóttu klámfengnar og neitaði ÁTVR að taka hana í sölu.Vilja bætur fyrir tapaða framlegð Tekist er á um tjón heildsölunnar HOB vín vegna þeirrar ákvörðunar ÁTVR að neita að taka síder-drykki sem fyrirtækið flytur inn í sölu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Banninu var hnekkt með dómi héraðsdóms í desember í fyrra, og hefur dómkvaddur matsmaður nú fengið það verkefni að meta það tjón sem hlaust af ákvörðun ÁTVR. „Við gerum kröfu um tapaða framlegð fyrir þau ár sem varan var ekki í sölu,“ segir Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri heildsölunnar HOB vín. Hann segir að varan hafi ekki fengið inni í verslunum ÁTVR í þrjú ár, og á meðan hafi aðrar tegundir náð fótfestu og markaðsstöðu. Drykkjunum var hafnað þar sem teikningar á umbúðunum þóttu klámfengnar. „Þetta er trúlega það grófasta sem ég hef upplifað í samskiptum mínum við ÁTVR,“ segir Sigurður.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira