Innlent

Stóru skipin hætt að leita að síld í Breiðafirði

Stóru síldveiðiskipin hafa endanlega gefist upp á síldarleit í Breiðafirði. Faxi RE var síðasta skipið sem leitaði fyrir sér þar, en gafst upp í gær og er á leið í Breiðamerkurdýpið.

Þar hafa skipin verið að fá þokkalegan afla síðustu daga, en síldin þar er talsvert smærri en sú síld, sem fengist hefur í Breiðafirði. Hátt í 20 þúsund tonn eru enn óveidd af kvótanum í ár og óvíst hvort hann næst fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×