Innlent

Óvenjumargir gistu fangageymslur

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögregla stöðvaði bíl í austurborginni á tólfta tímanum í gærkvöldi þar sem tilkynnt hafði verið um undarlegt ökulag. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar á öðru sakamáli, sem hann tengist.

Annars voru óvenju margir, eða samtals fimmtán menn, vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og aðeins einn þeirra að eigin ósk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×