Innlent

Glerhált víða og stormi spáð í kvöld

Glerhálka myndaðist víða á vegum og götum í gærkvöldi þegar bleytan fór að frjósa, líkt og Veðurstofan hafði varað við.

Þrátt fyrir það er fréttastofunni ekki kunnugt um slys eða alvarleg óhöpp vegna hálkunnar, sem er enn.

Svo er spáð stormi sunnan- og suðvestanlands í kvöld og fram á morgundaginn, þannig að akstur á hálku við þau skilyrði, getur verið varasamur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×