Vísindafélag Íslendinga í 95 ár Þórarinn Guðjónsson skrifar 13. desember 2013 07:00 Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vísindastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Tilgangurinn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauðsynlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í samfélagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í samfélaginu. Félagið hefur breyst töluvert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræðimanna sem öðlast hafa akademíska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða málþing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra málþinga um stöðu ungra vísindamanna, gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi samkeppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreytingar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsóknastofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félagsmanna við stefnumótandi ákvarðanir í málefnum vísinda í náinni framtíð.Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vísindasamfélagsins í áratugi, sérstaklega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasamfélagið og stjórnkerfið, sem og samfélagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísindafélög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vísindastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Tilgangurinn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauðsynlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í samfélagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í samfélaginu. Félagið hefur breyst töluvert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræðimanna sem öðlast hafa akademíska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða málþing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra málþinga um stöðu ungra vísindamanna, gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi samkeppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreytingar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsóknastofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félagsmanna við stefnumótandi ákvarðanir í málefnum vísinda í náinni framtíð.Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vísindasamfélagsins í áratugi, sérstaklega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasamfélagið og stjórnkerfið, sem og samfélagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísindafélög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun