Lífið

Heilsan í fyrirrúmi á Heilsutorgi

AFP/NordicPhotos
Þann 5. júní síðastliðinn var heilsuvefsíðan Heilsutorg opnuð.

„Heilsutorg og Astma og ofnæmisfélag Íslands eru í samvinnu um að flytja vandað og vísindalega stutt efni um heilsu og lífstíl,“ segir Tómas Ragnarsson, einn aðstandenda síðunnar.

SÍBS er einn af samstarfsaðilum vefsíðunnar sem og Embætti Landlæknis.

„Heilsutorg.is er hugsað sem miðja óháðrar umfjöllunar um heilsu á vísindalegan hátt samkvæmt reglugerðum frá Lýðheilsustofnun á Íslandi fyrir alla flokka heilsutengdra upplýsinga. Þar birtist heildræn nálgun á efni tengdu andlegri og líkamlegri heilsu sem fólk hefur áhuga á í dag og mun leita að í framtíðinni,“ heldur Tómas áfram.

Inn á síðuna skrifa læknir, næringarfræðingar, sálfræðingur, sjúkraþjálfarar, íþróttakennari, matreiðslumenn, lýðheilsufræðingar og fleiri fagaðilar auk gestapenna.

„Þessir fagaðilar skrifa á síðuna endurgjaldslaust og gefa þannig vinnu sína almenningi til heilla. Staðið er undir kostnaði við uppsetningu og rekstur síðunnar með auglýsingum sem gætt er að tengist ekki óhollustu í mataræði eða neikvæðum lifnaðarháttum,“ segir Tómas.



Tómas Hilmar Ragnarsson
„Heilsutorgið á að vera upplýsandi á fræðilegan og faglegan máta en einnig á hún að vera vefsíða sem fólk leitar inn á daglega, sér til ánægju og til að fylgjast með því sem er á döfinni og í brennidepli á hverjum tíma,“ útskýrir Tómas.

Síðan við opnun síðunnar í júní hefur mikið vatn runnið til sjávar. 

„Vefsíðan hefur náð aðsókn sem nemur að meðaltali rúmlega fjögur þúsund heimsóknum á dag. Yfir 3,820 manns hafa vingast við Heilsutorg.is á Facebook. Vefurinn hefur verið að fara uppí 5,320 mest suma daga, eins og í gær til dæmis. Sumar greinar á vefnum sem hafa verið settar á Facebook síðu okkar ná að vera lesnar og skoðaðar yfir 32,000 sinnum,“ segir Tómas og fagnar aukinni heilsuvitund Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.