Lífið

Þeir sem mæta í búningi fá verðlaun

Ugla Egilsdóttir skrifar
Kjartani og Snæbirni finnst gaman að dressa sig upp.
Kjartani og Snæbirni finnst gaman að dressa sig upp. Fréttablaðið/GVA
Í dag verður blásið til útgáfugleði í tilefni af því að unglingabókin Draumsverð er komin í verslanir. Bókin er eftir Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngva Björnsson. Allir sem mæta í búningum fá verðlaun. Hugmyndin er að fólk mæti í búningum sem tengjast bókaflokknum, en Draumsverð er framhald verðlaunabókarinnar Hrafnsauga, sem fékk Íslensku barnabókaverðlaunin og líka Bóksalaverðlaunin í flokki unglingabóka.

„Búningar sem tengjast bókaflokknum væru eitthvað miðaldalegt,“ segir Snæbjörn, annar tveggja höfunda bókarinnar. „Ef einhver á til dæmis föt úr hreindýraskinni og mætir í þeim þá er það ekki verra. Ef einhver mætir hins vegar í flottum búningi sem tengist ekki bókaflokknum þá sjáum við alveg aumur á þeim og gefum þeim verðlaun.“ Útgáfugleðin hefst klukkan 15 í Bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.