Lífið

Ég er óþolandi lágvaxinn

Marín Manda skrifar
Hallgrímur Ólafsson
Hallgrímur Ólafsson
Nafn? Hallgrímur Ólafsson

Aldur? 36 ára

Starf? Leikari



Hvern faðmaðir þú síðast?
Ég faðmaði Ingvar E. Sigurðsson.

En kysstir? Ég kyssti Nönnu Kristínu Magnúsdóttur… í vinnunni sko, bara svo þetta misskiljist ekki.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig?

Af hverju enginn benti mér á að starf mitt er allt of mikil kvöld- og helgarvinna.

Hvaða galla í eigin fari ertu búinn að umbera allt of lengi?

Hvað ég er óþolandi lágvaxinn, þetta fer að verða komið gott.

Ertu hörundsár? Já, þegar einhver talar illa um Akranes, þá sérstaklega knattspyrnulega séð.

Dansarðu þegar enginn sér til? Dansa ekki nema tilneyddur, að dansa er sennilega með því allra leiðinlegasta sem ég geri.

Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? Ég vinn við það allan daginn.

Hringirðu stundum í vælubílinn? Nei, en ég hlusta oft á lagið um vælubílinn með Pollapönki.

Tekurðu strætó? Nei, er því miður bara ekki nógu vel gefinn til að skilja leiðakerfið.

Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Allt of miklum.

Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim? Hann þarf þá að vera rosalega frægur ef ég á að fara hjá mér, þú veist eins og Jóhannes Haukur eða einhver svona rosa frægur, en annars heilsa ég bara þeim sem ég þekki.

Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Nei, ég er búinn að sýna öllum allt sem ég get.



Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina?

Taka strætó og svo ætla ég auðvitað ekki að drekka vatn sem er reyndar engin frétt þar sem vatn er svo vont.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.