Segir starfsfólki beitt í pólitískum átökum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. september 2013 10:00 Rannveig Ásgeirsdóttir (t.v.), sem er formaður bæjarráðs Kópavogs, segir Guðríði Arnardóttur bæjarfulltrúa gefa í skyn að hún hafi brotið samskiptareglur. Guðríður Arnardóttir kveðst hafa verið að sinna eftirlitsskyldu sinni. Með svari bæjarráðsformannsins sé málinu lokið. „Augljóst er að bæjarfulltrúi er í pólitískum skylmingum við undirritaða og dregur inn í það starfsmenn Kópavogsbæjar sem er til vansa,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, í bókun með svari sínu við fyrirspurn Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa um hlutverk Rannveigar sem „verkefnisstýru“ Hamraborgarhátíðar. Í fyrirspurn sem Guðríður setti fram á bæjarráðsfundi 5. september var meðal annars spurt hver hefði ráðið Rannveigu sem verkefnastýru Hamraborgarhátíðar og hvaða starfsmenn hefðu unnið undir hennar stjórn. Rannveig svaraði fyrirspurninni í bæjarráði síðasta fimmtudag. Þar kom fram að bæjarsjóður hefði ekki lagt peninga í hátíðina, sem hefði valdið Miðbæjarsamtökunum vonbrigðum, og að hún hefði unnið í sjálfboðavinnu fyrir þau – eins og hún hefði gert á öllum hátíðum frá 2010. Að sögn Rannveigar sá hún meðal annars um að taka á móti tölvupóstum bæjarbúa og gesta, telja út bílastæði og leikja- og sýningarsvæði og halda uppi hvatningu á Facebook-síðu hátíðarinnar, hirða rusl og annast frágang eftir hátíðina. „Engir starfsmenn unnu undir minni stjórn,“ undirstrikar bæjarráðsformaðurinn. Málið kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Rannveig segir að Guðríður hafi þar sagst hafa vitneskju frá ónefndum starfsmönnum bæjarins um að Rannveig hafi farið út fyrir valdsvið sitt sem kjörinn fulltrúi og skipað starfsmönnum fyrir í aðdraganda Hamraborgarhátíðar. „Bæjarfulltrúinn Guðríður lýsir fjálglega ýmsum aðstæðum, jafnvel klæðaburði sjálfboðaliða á hátíðinni, án þess að hafa sjálf verið viðstödd, en telur ástæðu til þess að taka málið upp með öflugum myndlýsingum. Ekki síst gefur hún í skyn með afgerandi hætti að undirrituð hafi brotið samskiptareglur Kópavogsbæjar hvað varðar samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna,“ bókaði Rannveig, sem óskaði eftir því að stjórnsýslusvið bæjarins skilaði greinargerð „til þess að tryggja gegnsæja, sanngjarna og áreiðanlega meðferð málsins“. Guðríður hafnar því að fyrirspurn hennar hafi verið „pólitískar skylmingar“. Hún hafi einfaldlega fengið ábendingu sem hún hafi fylgt eftir þar sem bæjarfulltrúar hafi eftirlitsskyldu. „Ég lagði einfaldlega fram fyrirspurn og fékk svar. Málinu telst þar með lokið af minni hálfu,“ segir hún. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
„Augljóst er að bæjarfulltrúi er í pólitískum skylmingum við undirritaða og dregur inn í það starfsmenn Kópavogsbæjar sem er til vansa,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, í bókun með svari sínu við fyrirspurn Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa um hlutverk Rannveigar sem „verkefnisstýru“ Hamraborgarhátíðar. Í fyrirspurn sem Guðríður setti fram á bæjarráðsfundi 5. september var meðal annars spurt hver hefði ráðið Rannveigu sem verkefnastýru Hamraborgarhátíðar og hvaða starfsmenn hefðu unnið undir hennar stjórn. Rannveig svaraði fyrirspurninni í bæjarráði síðasta fimmtudag. Þar kom fram að bæjarsjóður hefði ekki lagt peninga í hátíðina, sem hefði valdið Miðbæjarsamtökunum vonbrigðum, og að hún hefði unnið í sjálfboðavinnu fyrir þau – eins og hún hefði gert á öllum hátíðum frá 2010. Að sögn Rannveigar sá hún meðal annars um að taka á móti tölvupóstum bæjarbúa og gesta, telja út bílastæði og leikja- og sýningarsvæði og halda uppi hvatningu á Facebook-síðu hátíðarinnar, hirða rusl og annast frágang eftir hátíðina. „Engir starfsmenn unnu undir minni stjórn,“ undirstrikar bæjarráðsformaðurinn. Málið kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Rannveig segir að Guðríður hafi þar sagst hafa vitneskju frá ónefndum starfsmönnum bæjarins um að Rannveig hafi farið út fyrir valdsvið sitt sem kjörinn fulltrúi og skipað starfsmönnum fyrir í aðdraganda Hamraborgarhátíðar. „Bæjarfulltrúinn Guðríður lýsir fjálglega ýmsum aðstæðum, jafnvel klæðaburði sjálfboðaliða á hátíðinni, án þess að hafa sjálf verið viðstödd, en telur ástæðu til þess að taka málið upp með öflugum myndlýsingum. Ekki síst gefur hún í skyn með afgerandi hætti að undirrituð hafi brotið samskiptareglur Kópavogsbæjar hvað varðar samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna,“ bókaði Rannveig, sem óskaði eftir því að stjórnsýslusvið bæjarins skilaði greinargerð „til þess að tryggja gegnsæja, sanngjarna og áreiðanlega meðferð málsins“. Guðríður hafnar því að fyrirspurn hennar hafi verið „pólitískar skylmingar“. Hún hafi einfaldlega fengið ábendingu sem hún hafi fylgt eftir þar sem bæjarfulltrúar hafi eftirlitsskyldu. „Ég lagði einfaldlega fram fyrirspurn og fékk svar. Málinu telst þar með lokið af minni hálfu,“ segir hún.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira