Segir starfsfólki beitt í pólitískum átökum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. september 2013 10:00 Rannveig Ásgeirsdóttir (t.v.), sem er formaður bæjarráðs Kópavogs, segir Guðríði Arnardóttur bæjarfulltrúa gefa í skyn að hún hafi brotið samskiptareglur. Guðríður Arnardóttir kveðst hafa verið að sinna eftirlitsskyldu sinni. Með svari bæjarráðsformannsins sé málinu lokið. „Augljóst er að bæjarfulltrúi er í pólitískum skylmingum við undirritaða og dregur inn í það starfsmenn Kópavogsbæjar sem er til vansa,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, í bókun með svari sínu við fyrirspurn Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa um hlutverk Rannveigar sem „verkefnisstýru“ Hamraborgarhátíðar. Í fyrirspurn sem Guðríður setti fram á bæjarráðsfundi 5. september var meðal annars spurt hver hefði ráðið Rannveigu sem verkefnastýru Hamraborgarhátíðar og hvaða starfsmenn hefðu unnið undir hennar stjórn. Rannveig svaraði fyrirspurninni í bæjarráði síðasta fimmtudag. Þar kom fram að bæjarsjóður hefði ekki lagt peninga í hátíðina, sem hefði valdið Miðbæjarsamtökunum vonbrigðum, og að hún hefði unnið í sjálfboðavinnu fyrir þau – eins og hún hefði gert á öllum hátíðum frá 2010. Að sögn Rannveigar sá hún meðal annars um að taka á móti tölvupóstum bæjarbúa og gesta, telja út bílastæði og leikja- og sýningarsvæði og halda uppi hvatningu á Facebook-síðu hátíðarinnar, hirða rusl og annast frágang eftir hátíðina. „Engir starfsmenn unnu undir minni stjórn,“ undirstrikar bæjarráðsformaðurinn. Málið kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Rannveig segir að Guðríður hafi þar sagst hafa vitneskju frá ónefndum starfsmönnum bæjarins um að Rannveig hafi farið út fyrir valdsvið sitt sem kjörinn fulltrúi og skipað starfsmönnum fyrir í aðdraganda Hamraborgarhátíðar. „Bæjarfulltrúinn Guðríður lýsir fjálglega ýmsum aðstæðum, jafnvel klæðaburði sjálfboðaliða á hátíðinni, án þess að hafa sjálf verið viðstödd, en telur ástæðu til þess að taka málið upp með öflugum myndlýsingum. Ekki síst gefur hún í skyn með afgerandi hætti að undirrituð hafi brotið samskiptareglur Kópavogsbæjar hvað varðar samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna,“ bókaði Rannveig, sem óskaði eftir því að stjórnsýslusvið bæjarins skilaði greinargerð „til þess að tryggja gegnsæja, sanngjarna og áreiðanlega meðferð málsins“. Guðríður hafnar því að fyrirspurn hennar hafi verið „pólitískar skylmingar“. Hún hafi einfaldlega fengið ábendingu sem hún hafi fylgt eftir þar sem bæjarfulltrúar hafi eftirlitsskyldu. „Ég lagði einfaldlega fram fyrirspurn og fékk svar. Málinu telst þar með lokið af minni hálfu,“ segir hún. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Augljóst er að bæjarfulltrúi er í pólitískum skylmingum við undirritaða og dregur inn í það starfsmenn Kópavogsbæjar sem er til vansa,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, í bókun með svari sínu við fyrirspurn Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa um hlutverk Rannveigar sem „verkefnisstýru“ Hamraborgarhátíðar. Í fyrirspurn sem Guðríður setti fram á bæjarráðsfundi 5. september var meðal annars spurt hver hefði ráðið Rannveigu sem verkefnastýru Hamraborgarhátíðar og hvaða starfsmenn hefðu unnið undir hennar stjórn. Rannveig svaraði fyrirspurninni í bæjarráði síðasta fimmtudag. Þar kom fram að bæjarsjóður hefði ekki lagt peninga í hátíðina, sem hefði valdið Miðbæjarsamtökunum vonbrigðum, og að hún hefði unnið í sjálfboðavinnu fyrir þau – eins og hún hefði gert á öllum hátíðum frá 2010. Að sögn Rannveigar sá hún meðal annars um að taka á móti tölvupóstum bæjarbúa og gesta, telja út bílastæði og leikja- og sýningarsvæði og halda uppi hvatningu á Facebook-síðu hátíðarinnar, hirða rusl og annast frágang eftir hátíðina. „Engir starfsmenn unnu undir minni stjórn,“ undirstrikar bæjarráðsformaðurinn. Málið kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Rannveig segir að Guðríður hafi þar sagst hafa vitneskju frá ónefndum starfsmönnum bæjarins um að Rannveig hafi farið út fyrir valdsvið sitt sem kjörinn fulltrúi og skipað starfsmönnum fyrir í aðdraganda Hamraborgarhátíðar. „Bæjarfulltrúinn Guðríður lýsir fjálglega ýmsum aðstæðum, jafnvel klæðaburði sjálfboðaliða á hátíðinni, án þess að hafa sjálf verið viðstödd, en telur ástæðu til þess að taka málið upp með öflugum myndlýsingum. Ekki síst gefur hún í skyn með afgerandi hætti að undirrituð hafi brotið samskiptareglur Kópavogsbæjar hvað varðar samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna,“ bókaði Rannveig, sem óskaði eftir því að stjórnsýslusvið bæjarins skilaði greinargerð „til þess að tryggja gegnsæja, sanngjarna og áreiðanlega meðferð málsins“. Guðríður hafnar því að fyrirspurn hennar hafi verið „pólitískar skylmingar“. Hún hafi einfaldlega fengið ábendingu sem hún hafi fylgt eftir þar sem bæjarfulltrúar hafi eftirlitsskyldu. „Ég lagði einfaldlega fram fyrirspurn og fékk svar. Málinu telst þar með lokið af minni hálfu,“ segir hún.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira