Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Fylkir 4-1 Andri Valur Ívarsson skrifar 16. september 2013 16:30 Mynd/Vilhelm KR-ingar eru komnir með fimm stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 4-1 sigur á Fylki á KR-vellinum í kvöld. KR-ingar skoruðu falleg mörk í kvöld þar af gerði Brynjar Björn Gunnarsson eitt þeirra frá miðju. Úrslit kvöldsins þýða að KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Blikum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Gary Martin skoraði tvö mörk fyrir KR og skoraði þar með fimm mörk í tveimur leikjum á móti Árbæjarliðinu á þessu sumari. Óskar Örn Hauksson og Brynjar Björn voru með hin mörkin en Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn í 1-1. KR er komið með níu fingur á íslandsmeistaratitilinn eftir 4-1 sigur á Fylki í Frostaskjóli í dag. Liðið er í efsta sæti Pepsí-deildarinnar með fimm stiga forystu á FH og á eftir að leika fjóra leiki. FH á hins vegar einungis eftir að leika tvo leiki. Það þarf því kraftaverk til að KR verði ekki íslandsmeistari í ár. Liðin áttu að mætast í gær en klukkustund áður en flauta átti leikinn á var leiknum frestað vegna hvassviðris. Fór leikurinn því fram í dag í þó nokkrum vindi, en þó ekki jafn hvössum og var í gær. Leikurinn litaðist nokkuð af þessum hvassa vindi sem blés á ská yfir völlinn og því nokkurn veginn í bakið á Fylkismönnum í fyrri hálfleik. Gegn vindi voru það KR-ingar sem skoruðu fyrsta markið. Var þar að verki maður leiksins Gary Martin strax á 6. mínútu. Brynjar Björn sendi boltann inn fyrir vörnina upp hægri kantinn þar sem Gary tók boltann. Hann beið um stund þar til bakvörðurinn Haukur Heiðar mætti og tók hlaupið út fyrir hann og sendi boltann frá marklínunni út í teigin þar sem Atli Sigurjónsson var mættur. Hann lagði boltann út á Gary sem skaut, snéri boltann fallega upp í hornið fjær með vinstri fæti. Óverjandi skot fyrir Bjarna Þórð markmann Fylkis. Á 25. mínútu tókst Fylkismönnum að jafna leikinn. Var þar að verki Viðar Örn Kjartansson sem skoraði af harðfylgi eftir slæm mistök Jonasar Grönner í vörn KR. Fylkismenn spörkuðu boltanum fram völlin eftir sókn KR. Boltinn skoppaði inn á vallarhelmingi KR þar sem Grönner ætlaði að sparka boltanum burt en mistókst herfilega. Viðar sýndi mikið harðfylgi og komst fram fyrir Grönner, náði boltanum og stóð af sér atlögu Guðmundar Reynis og var kominn einn á móti Hannesi markmanni KR. Viðar kláraði færið eins og sannur sóknarmaður, innan fótar í fjærhornið og átti Hannes ekki möguleika á að verja. Staðan jöfn og þannig gengu liðin til búningsklefa. KR gerði breytingu á sínu liði í hálfleik. Atli Sigurjónsson fór út af og í hans stað kom Emil Atlason. Síðari hálfleikurinn var eign KR. Liðið lék með vindinn í bakið og áttu Fylkismenn nokkrum vandræðum. Það var svo Brynjar Björn sem kom KR yfir með glæsilegu skoti frá miðju. Brynjar vann boltann á miðjunni, leit upp og sá að Bjarni Þórður markmaður Fylkis var staddur framarlega og lét Brynjar því vaða af 50 metra færi með þéttan vind í bakið. Boltinn sveif fallega yfir Bjarna í markinu og heimamenn með forystu á ný. Klárlega eitt af mörkum sumarsins hjá Brynjari. Óskar Örn jók forystu þeirra svarthvítu með fínu marki á 64. mínútu. Guðmundur Reynir átti þá fína sendingu inn fyrir vörnina á milli miðvarðar og hægri bakvarðar Fylkis, þar sem Gary Martin gerði vel og steig yfir boltann sem truflaði varnarmenn Fylkis. Óskar kominn einn á móti markmanni í nokkuð þröngu færi vinstra megin í teignum. Hann kláraði færið glæsilega með því að vippa boltanum yfir Bjarna Þórð. KR komið með tveggja marka forystu og einungis formsatriði að klára leikinn. Smiðshöggið ráku KR-ingar á 74. mínútu þegar Gary Martin skoraði sitt annað mark. Fylkismenn voru með vandræðagang í vörninni þar sem hvorki Agnar Bragi né Bjarni Þórður tóku boltann. Gary og Emil Atlason voru báðir mættir í pressuna. Gary tók boltann, lék honum til hliðar og kláraði færið í autt markið. Sigurinn í höfn og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að KR verði íslandsmeistari í ár. Fylkismenn áttu ekki sinn besta dag í Vesturbænum í dag en þeir áttu alls ekki sinn versta heldur. Aðstæður voru erfiðar og KR-liðið einfaldlega með meiri gæði. Úrslitin því sanngjörn. Rúnar: Við þurfum að spila fleiri leiki og ná í fleiri stigRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með 4-1 sigur á Fylki í kvöld. Aðspurður var Rúnar ekki tilbúinn að taka undir það að liðið væri svo gott sem búið að vinna mótið. „Nei ég get ekki sagt að við séum komnir með níu fingur á titilinn. Við þurfum að spila fleiri leiki og ná í fleiri stig. Þangað til held ég bara kjafti,” sagði Rúnar eftir leik. Hann var jafnframt nokkuð ánægður með leik sinna manna. „þetta var frábær sigur við erfiðar aðstæður. Við spiluðum frábæran síðari hálfleik, pressuðum þá hátt og það gaf góða raun. Þetta var ekkert sérlega fallegt en við gerðum fín mörk og kláruðum þetta í síðari hálfleik.” Ásmundur Arnarson: Vorum fullgóðir við þá í dag„Þetta var í raun bara þægilegur sigur hjá KR í dag. Þeir skora snemma í báðum hálfleikjum og koma sér í þá stöðu sem þeir vilja vera. Ég var ánægður með mína menn í fyrri hálfleik að koma til baka eftir að hafa lent undir," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis. Við fengum svo tvö mörk á okkur í síðari hálfleik sem gerði okkur erfitt fyrir. Verðandi meistarar áttu bara þannig dag í dag að við náðum ekki að stríða þeim því miður. Það jákvæða í dag var að menn gáfust ekki upp heldur reyndu áfram. Við munum taka það með okkur í næsta leik.” Brynjar Björn: Mér sýndist hann vera frekar framarlegaBrynjar Björn Gunnarsson skoraði magnað mark þegar hann kom KR í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en hann skoraði þá frá miðju. „Mér sýndist hann [Bjarni Þórður markmaður Fylkis] vera frekar framarlega og ákvað að láta vaða” sagði Brynjar Björn Gunnarsson leikmaður KR eftir leikinn, en Brynjar skoraði eitt af mörkum sumarsins með skoti rétt við miðjulínu af um 50 metra færi. „Þetta var sennilega eina sendingin eða skotið sem fór þangað sem ég ætlaði að senda í dag.” „Þetta var fínn leikur. Við bjuggumst við baráttusömu Fylkisliði og áttum von á erfiðum leik sem varð raunin þó að leikurinn hafi endað 4-1.”Mynd/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
KR-ingar eru komnir með fimm stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 4-1 sigur á Fylki á KR-vellinum í kvöld. KR-ingar skoruðu falleg mörk í kvöld þar af gerði Brynjar Björn Gunnarsson eitt þeirra frá miðju. Úrslit kvöldsins þýða að KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Blikum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Gary Martin skoraði tvö mörk fyrir KR og skoraði þar með fimm mörk í tveimur leikjum á móti Árbæjarliðinu á þessu sumari. Óskar Örn Hauksson og Brynjar Björn voru með hin mörkin en Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn í 1-1. KR er komið með níu fingur á íslandsmeistaratitilinn eftir 4-1 sigur á Fylki í Frostaskjóli í dag. Liðið er í efsta sæti Pepsí-deildarinnar með fimm stiga forystu á FH og á eftir að leika fjóra leiki. FH á hins vegar einungis eftir að leika tvo leiki. Það þarf því kraftaverk til að KR verði ekki íslandsmeistari í ár. Liðin áttu að mætast í gær en klukkustund áður en flauta átti leikinn á var leiknum frestað vegna hvassviðris. Fór leikurinn því fram í dag í þó nokkrum vindi, en þó ekki jafn hvössum og var í gær. Leikurinn litaðist nokkuð af þessum hvassa vindi sem blés á ská yfir völlinn og því nokkurn veginn í bakið á Fylkismönnum í fyrri hálfleik. Gegn vindi voru það KR-ingar sem skoruðu fyrsta markið. Var þar að verki maður leiksins Gary Martin strax á 6. mínútu. Brynjar Björn sendi boltann inn fyrir vörnina upp hægri kantinn þar sem Gary tók boltann. Hann beið um stund þar til bakvörðurinn Haukur Heiðar mætti og tók hlaupið út fyrir hann og sendi boltann frá marklínunni út í teigin þar sem Atli Sigurjónsson var mættur. Hann lagði boltann út á Gary sem skaut, snéri boltann fallega upp í hornið fjær með vinstri fæti. Óverjandi skot fyrir Bjarna Þórð markmann Fylkis. Á 25. mínútu tókst Fylkismönnum að jafna leikinn. Var þar að verki Viðar Örn Kjartansson sem skoraði af harðfylgi eftir slæm mistök Jonasar Grönner í vörn KR. Fylkismenn spörkuðu boltanum fram völlin eftir sókn KR. Boltinn skoppaði inn á vallarhelmingi KR þar sem Grönner ætlaði að sparka boltanum burt en mistókst herfilega. Viðar sýndi mikið harðfylgi og komst fram fyrir Grönner, náði boltanum og stóð af sér atlögu Guðmundar Reynis og var kominn einn á móti Hannesi markmanni KR. Viðar kláraði færið eins og sannur sóknarmaður, innan fótar í fjærhornið og átti Hannes ekki möguleika á að verja. Staðan jöfn og þannig gengu liðin til búningsklefa. KR gerði breytingu á sínu liði í hálfleik. Atli Sigurjónsson fór út af og í hans stað kom Emil Atlason. Síðari hálfleikurinn var eign KR. Liðið lék með vindinn í bakið og áttu Fylkismenn nokkrum vandræðum. Það var svo Brynjar Björn sem kom KR yfir með glæsilegu skoti frá miðju. Brynjar vann boltann á miðjunni, leit upp og sá að Bjarni Þórður markmaður Fylkis var staddur framarlega og lét Brynjar því vaða af 50 metra færi með þéttan vind í bakið. Boltinn sveif fallega yfir Bjarna í markinu og heimamenn með forystu á ný. Klárlega eitt af mörkum sumarsins hjá Brynjari. Óskar Örn jók forystu þeirra svarthvítu með fínu marki á 64. mínútu. Guðmundur Reynir átti þá fína sendingu inn fyrir vörnina á milli miðvarðar og hægri bakvarðar Fylkis, þar sem Gary Martin gerði vel og steig yfir boltann sem truflaði varnarmenn Fylkis. Óskar kominn einn á móti markmanni í nokkuð þröngu færi vinstra megin í teignum. Hann kláraði færið glæsilega með því að vippa boltanum yfir Bjarna Þórð. KR komið með tveggja marka forystu og einungis formsatriði að klára leikinn. Smiðshöggið ráku KR-ingar á 74. mínútu þegar Gary Martin skoraði sitt annað mark. Fylkismenn voru með vandræðagang í vörninni þar sem hvorki Agnar Bragi né Bjarni Þórður tóku boltann. Gary og Emil Atlason voru báðir mættir í pressuna. Gary tók boltann, lék honum til hliðar og kláraði færið í autt markið. Sigurinn í höfn og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að KR verði íslandsmeistari í ár. Fylkismenn áttu ekki sinn besta dag í Vesturbænum í dag en þeir áttu alls ekki sinn versta heldur. Aðstæður voru erfiðar og KR-liðið einfaldlega með meiri gæði. Úrslitin því sanngjörn. Rúnar: Við þurfum að spila fleiri leiki og ná í fleiri stigRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með 4-1 sigur á Fylki í kvöld. Aðspurður var Rúnar ekki tilbúinn að taka undir það að liðið væri svo gott sem búið að vinna mótið. „Nei ég get ekki sagt að við séum komnir með níu fingur á titilinn. Við þurfum að spila fleiri leiki og ná í fleiri stig. Þangað til held ég bara kjafti,” sagði Rúnar eftir leik. Hann var jafnframt nokkuð ánægður með leik sinna manna. „þetta var frábær sigur við erfiðar aðstæður. Við spiluðum frábæran síðari hálfleik, pressuðum þá hátt og það gaf góða raun. Þetta var ekkert sérlega fallegt en við gerðum fín mörk og kláruðum þetta í síðari hálfleik.” Ásmundur Arnarson: Vorum fullgóðir við þá í dag„Þetta var í raun bara þægilegur sigur hjá KR í dag. Þeir skora snemma í báðum hálfleikjum og koma sér í þá stöðu sem þeir vilja vera. Ég var ánægður með mína menn í fyrri hálfleik að koma til baka eftir að hafa lent undir," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis. Við fengum svo tvö mörk á okkur í síðari hálfleik sem gerði okkur erfitt fyrir. Verðandi meistarar áttu bara þannig dag í dag að við náðum ekki að stríða þeim því miður. Það jákvæða í dag var að menn gáfust ekki upp heldur reyndu áfram. Við munum taka það með okkur í næsta leik.” Brynjar Björn: Mér sýndist hann vera frekar framarlegaBrynjar Björn Gunnarsson skoraði magnað mark þegar hann kom KR í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en hann skoraði þá frá miðju. „Mér sýndist hann [Bjarni Þórður markmaður Fylkis] vera frekar framarlega og ákvað að láta vaða” sagði Brynjar Björn Gunnarsson leikmaður KR eftir leikinn, en Brynjar skoraði eitt af mörkum sumarsins með skoti rétt við miðjulínu af um 50 metra færi. „Þetta var sennilega eina sendingin eða skotið sem fór þangað sem ég ætlaði að senda í dag.” „Þetta var fínn leikur. Við bjuggumst við baráttusömu Fylkisliði og áttum von á erfiðum leik sem varð raunin þó að leikurinn hafi endað 4-1.”Mynd/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn