Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 1-0 | Sigurmark í uppbótartíma Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 16. september 2013 16:30 Ian Jeffs skoraði eina markið á þriðju mínútu í uppbótartíma þegar ÍBV vann dramatískan 1-0 sigur á Stjörnumönnum en Eyjamenn eyddu með þessu sigri endanlega titilvonum Garðbæinga. Það stefndi í markalaust jafntefli þegar Jeffs var réttur maður á réttum stað á 93. mínútu og stangaði boltann í markið eftir skot Aaron Spear. David James hélt marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð og Eyjamenn hafa unnið þá alla 1-0. ÍBV-liðið er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru sex stigum á eftir toppliði KR en eiga bara tvo leiki eftir auk þess að vera með mun slakari markatölu. KR á líka tvo leiki inni á Garðarbæjarliðið. Eyjamenn og Stjörnumenn áttust við í dag í miklu roki í Vestmannaeyjum. Leikið var á Hásteinsvelli sem að er þakinn drullu eftir mikla rigningu í Eyjum á þessu tímabili. Miðað við aðstæður hefði maður haldið að leikurinn yrði í rólegri kantinum en fyrri hálfleikurinn átti eftir að leiða annað í ljós. Eyjamenn byrjuðu með boltann og héldu honum stóran part af fyrri hálfleiknum. Með þessum yfirburðum ÍBV náðu þeir að skapa sér urmul marktækifæra þar sem að Gunnar Már Guðmundsson og Brynjar Gauti Guðjónsson fengu bestu færin en í öll skiptin gerði Ingvar gríðarlega vel í markinu. Eins og oft gerist þegar lið hafa mikla yfirburði þá gleymist varnarleikurinn og það varð raunin eftir eina hornspyrnu Eyjamanna þegar að Stjörnumenn fóru í hraða skyndisókn þar sem að varnarmaðurinn Daníel Laxdal komst í færi eftir sendingu Veigars Páls en náði ekki að gera sér mat úr því og lét David James verja frá sér. Í seinni hálfleik sóttu Eyjamenn með vindi og miðað við yfirburði Eyjamanna í fyrri hálfleik bjóst maður við nokkrum mörkum í seinni hálfleikinn. Eyjamenn náðu hinsvegar ekki að nýta sér vindinn nægilega vel og fengu nánast engin marktækifæri í seinni hálfleiknum. Halldór Orri Björnsson var líflegur úti á hægri kantinum og fékk tvö bestu færi seinni hálfleiksins en Halldór setti boltann yfir og svo í varnarmann. Rétt undir blálokin fékk Aaron Spear boltann inni í teig og skaut á markið þar sem Ian Jeffs var mættur og stangaði boltann í markið af 2 metra færi þegar um það bil 3 mínútur voru komnar fram yfir uppbótartíma. Þetta er fyrsti leikurinn sem að Stjarnan nær ekki að skora mark í sumar en þeir halda ennþá baráttunni um Evrópusætið sem er þeirra sæki þeir 3 stig í öðrum af seinustu tveimur leikjum deildarinnar. Gunnar Þorsteins: Ekki mikið hægt að spila "tiki-taka“ bolta á miðsvæðinuEyjamaðurinn Gunnar Þorsteinsson var ánægður eftir dramatískan 1-0 sigur ÍBV á Stjörnunni á Hásteinsvellinum í kvöld. „Þetta er þriðji eitt núll sigurinn í röð og aðstæðurnar voru bara þannig að við þurftum að spila „stórkallabolta“ og leikplanið gekk bara upp algjörlega. Mér fannst við eiga hættulegri færi, þetta var kannski frekar jafn leikur en þegar uppi var staðið fannst mér við eiga sigurinn skilinn,“ sagði Gunnar Þorsteinsson miðjumaður ÍBV sem að tóku öll þrjú stigin gegn Stjörnumönnum í dag. Hásteinsvöllur var gríðarlega ljótur í dag og einnig var mikið rok, Gunnar segir aðstæður eins og þessar spila mikið inní. „Auðvitað spilar þetta inní en það var ekkert mikið hægt að spila einhvern „tiki-taka“ bolta inni á miðsvæðinu, en maður verður bara að aðlaga sig að aðstæðum.“ „Okkur virðist ekki vera ætlað að skora meira en eitt mark í leik, en á meðan við erum að halda hreinu þá skiptir það engu máli en auðvitað viljum við skora meira,“ sagði Gunnar á lokum léttur í bragði að vanda. Hermann Hreiðarsson: Það lögðu sig allir 100% í þetta„Það er eiginlega ekkert sætara en eitt núll sigrar í svona baráttuleikjum,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjamanna eftir 1-0 sigur sinna manna gegn lærisveinum Loga Ólafssonar frá Garðabænum. „Fyrirfram átti að vera hífandi rok hérna en veðrið var nú ekki eins slæmt og við héldum þannig að planið fór aðeins í vitleysu,“ sagði Hermann en hann spilaði Brynjari Gauta uppi á topp í leiknum en hann hefur verið bakvörður í öllum leikjum Eyjamanna í sumar. „Það lögðu sig allir 100% í þetta. Menn voru að vinna fyrir hvorn annan, ef að einn klikkaði þá var næsti mættur, það var flott stemning og menn vildu vinna þennan leik,“ sagði Hermann að lokum en hann var gríðarlega sáttur með sína menn í dag. En Stjarnan hefur skorað í öllum leikjum tímabilsins, nema þessum. Logi Ólafsson: Aðstæður voru erfiðar„Ég verð að virða mínum mönnum það til vorkunnar að hér voru aðstæður erfiðar bæði niðri á jörðinni og uppi í háloftunum, þannig að okkur gekk illa að ná fram spili og sköpuðum litla hættu, þó svo að Vestmannaeyingar hafi náð að skapa nokkur marktækifæri,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnumanna eftir ósigur sinna manna gegn Eyjamönnum á nánast ónýtum Hásteinsvelli í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit en við sofnuðum á verðinum. Svo er auðvitað spurning, voru menn rangstæðir, var Tryggvi rangstæður í sínu marki, var Jeffs rangstæður þegar að hann skoraði. Því verður ekki breytt og því er þetta niðurstaðan,“ sagði Logi sem að sýndist Jeffs hafa verið rangstæður í sigurmarkinu. „Við eigum eftir tvo leiki og Breiðablik á eftir þrjá, það segir sig sjálft að þeir geta náð okkur en á sunnudaginn er innbyrðisleikur milli liðanna, við verðum að duga betur þá,“ sagði Logi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Ian Jeffs skoraði eina markið á þriðju mínútu í uppbótartíma þegar ÍBV vann dramatískan 1-0 sigur á Stjörnumönnum en Eyjamenn eyddu með þessu sigri endanlega titilvonum Garðbæinga. Það stefndi í markalaust jafntefli þegar Jeffs var réttur maður á réttum stað á 93. mínútu og stangaði boltann í markið eftir skot Aaron Spear. David James hélt marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð og Eyjamenn hafa unnið þá alla 1-0. ÍBV-liðið er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru sex stigum á eftir toppliði KR en eiga bara tvo leiki eftir auk þess að vera með mun slakari markatölu. KR á líka tvo leiki inni á Garðarbæjarliðið. Eyjamenn og Stjörnumenn áttust við í dag í miklu roki í Vestmannaeyjum. Leikið var á Hásteinsvelli sem að er þakinn drullu eftir mikla rigningu í Eyjum á þessu tímabili. Miðað við aðstæður hefði maður haldið að leikurinn yrði í rólegri kantinum en fyrri hálfleikurinn átti eftir að leiða annað í ljós. Eyjamenn byrjuðu með boltann og héldu honum stóran part af fyrri hálfleiknum. Með þessum yfirburðum ÍBV náðu þeir að skapa sér urmul marktækifæra þar sem að Gunnar Már Guðmundsson og Brynjar Gauti Guðjónsson fengu bestu færin en í öll skiptin gerði Ingvar gríðarlega vel í markinu. Eins og oft gerist þegar lið hafa mikla yfirburði þá gleymist varnarleikurinn og það varð raunin eftir eina hornspyrnu Eyjamanna þegar að Stjörnumenn fóru í hraða skyndisókn þar sem að varnarmaðurinn Daníel Laxdal komst í færi eftir sendingu Veigars Páls en náði ekki að gera sér mat úr því og lét David James verja frá sér. Í seinni hálfleik sóttu Eyjamenn með vindi og miðað við yfirburði Eyjamanna í fyrri hálfleik bjóst maður við nokkrum mörkum í seinni hálfleikinn. Eyjamenn náðu hinsvegar ekki að nýta sér vindinn nægilega vel og fengu nánast engin marktækifæri í seinni hálfleiknum. Halldór Orri Björnsson var líflegur úti á hægri kantinum og fékk tvö bestu færi seinni hálfleiksins en Halldór setti boltann yfir og svo í varnarmann. Rétt undir blálokin fékk Aaron Spear boltann inni í teig og skaut á markið þar sem Ian Jeffs var mættur og stangaði boltann í markið af 2 metra færi þegar um það bil 3 mínútur voru komnar fram yfir uppbótartíma. Þetta er fyrsti leikurinn sem að Stjarnan nær ekki að skora mark í sumar en þeir halda ennþá baráttunni um Evrópusætið sem er þeirra sæki þeir 3 stig í öðrum af seinustu tveimur leikjum deildarinnar. Gunnar Þorsteins: Ekki mikið hægt að spila "tiki-taka“ bolta á miðsvæðinuEyjamaðurinn Gunnar Þorsteinsson var ánægður eftir dramatískan 1-0 sigur ÍBV á Stjörnunni á Hásteinsvellinum í kvöld. „Þetta er þriðji eitt núll sigurinn í röð og aðstæðurnar voru bara þannig að við þurftum að spila „stórkallabolta“ og leikplanið gekk bara upp algjörlega. Mér fannst við eiga hættulegri færi, þetta var kannski frekar jafn leikur en þegar uppi var staðið fannst mér við eiga sigurinn skilinn,“ sagði Gunnar Þorsteinsson miðjumaður ÍBV sem að tóku öll þrjú stigin gegn Stjörnumönnum í dag. Hásteinsvöllur var gríðarlega ljótur í dag og einnig var mikið rok, Gunnar segir aðstæður eins og þessar spila mikið inní. „Auðvitað spilar þetta inní en það var ekkert mikið hægt að spila einhvern „tiki-taka“ bolta inni á miðsvæðinu, en maður verður bara að aðlaga sig að aðstæðum.“ „Okkur virðist ekki vera ætlað að skora meira en eitt mark í leik, en á meðan við erum að halda hreinu þá skiptir það engu máli en auðvitað viljum við skora meira,“ sagði Gunnar á lokum léttur í bragði að vanda. Hermann Hreiðarsson: Það lögðu sig allir 100% í þetta„Það er eiginlega ekkert sætara en eitt núll sigrar í svona baráttuleikjum,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjamanna eftir 1-0 sigur sinna manna gegn lærisveinum Loga Ólafssonar frá Garðabænum. „Fyrirfram átti að vera hífandi rok hérna en veðrið var nú ekki eins slæmt og við héldum þannig að planið fór aðeins í vitleysu,“ sagði Hermann en hann spilaði Brynjari Gauta uppi á topp í leiknum en hann hefur verið bakvörður í öllum leikjum Eyjamanna í sumar. „Það lögðu sig allir 100% í þetta. Menn voru að vinna fyrir hvorn annan, ef að einn klikkaði þá var næsti mættur, það var flott stemning og menn vildu vinna þennan leik,“ sagði Hermann að lokum en hann var gríðarlega sáttur með sína menn í dag. En Stjarnan hefur skorað í öllum leikjum tímabilsins, nema þessum. Logi Ólafsson: Aðstæður voru erfiðar„Ég verð að virða mínum mönnum það til vorkunnar að hér voru aðstæður erfiðar bæði niðri á jörðinni og uppi í háloftunum, þannig að okkur gekk illa að ná fram spili og sköpuðum litla hættu, þó svo að Vestmannaeyingar hafi náð að skapa nokkur marktækifæri,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnumanna eftir ósigur sinna manna gegn Eyjamönnum á nánast ónýtum Hásteinsvelli í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit en við sofnuðum á verðinum. Svo er auðvitað spurning, voru menn rangstæðir, var Tryggvi rangstæður í sínu marki, var Jeffs rangstæður þegar að hann skoraði. Því verður ekki breytt og því er þetta niðurstaðan,“ sagði Logi sem að sýndist Jeffs hafa verið rangstæður í sigurmarkinu. „Við eigum eftir tvo leiki og Breiðablik á eftir þrjá, það segir sig sjálft að þeir geta náð okkur en á sunnudaginn er innbyrðisleikur milli liðanna, við verðum að duga betur þá,“ sagði Logi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn