Segir skuldavanda heimilanna ekki komast inn í næstu fjárlög 13. júní 2013 15:52 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrir stundu að málefni skuldavanda heimilanna kæmust ekki inn í fjárlög fyrir næsta ár. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrir stundu að málefni skuldavanda heimilanna kæmust ekki inn í fjárlög fyrir næsta ár. Hún sagði í ræðu sinni undir umræðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á Íslandi, að ef þingsályktunartillaga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði fram fyrr í vikunni yrði samþykkt, fæli það í sér að nefnd um málið skilaði ekki af sér fyrr en í nóvember. Í þingsályktunartillögunni er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að framkvæma aðgerðaáætlun til að leiðrétta skuldir heimila. Þetta telur Svandís sérkennilegt, „Þarna er verið að biðja þingið um að biðja ríkisstjórnina um að efna kosningaloforðin sín,“ sagði Svandís. Hún segir tillöguna í besta falli undarlega og bendir á að ef hún verður samþykkt, lýkur sérstök nefnd vinnu sinni í nóvember, og þá verður vinna í fjárlagagerð komin svo langt að það verður of seint að koma málinu á dagskrá fyrir næsta ár. Hún bað því um skýra tímaáætlun, hvenær loforðið kæmist í framkvæmd. Svandís benti svo á að engar nefndir hafi þurft til þess að fella niður veiðileyfagjaldið. Sigmundur Davíð hafnaði þessu og sagði það undarlegt að þingmenn væru undrandi á að því að ekki væru kosningaloforð efnd samstundis. Hann ítrekaði svo gagnrýni sem hann hefur viðhaft áður um að fyrri ríkisstjórn glutraði niður tækifærinu að fella niður skuldir skömmu eftir hrun. Sigmundur sagði einnig að það væri aum pólitík að gera andstæðingnum upp skoðanir og ráðast svo á þær. „Það er því miður nokkuð sem stjórnarandstaðan hefur stundað allengi,“ sagði Sigmundur Davíð sem sagði stjórnarandstöðuna vera á ská og skjön við málflutning sinn frá kosningabaráttunni. Þannig spurði hann hvort stjórnarandstaðan ætlaði að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að bera á borð tillögur sem þarfnist úrlausnar eða hvort það eigi að gagnrýna flokkinn fyrir að leggja fram tillögu sem verði vel unnin svo það sé hægt að búa til góð lög um málið. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrir stundu að málefni skuldavanda heimilanna kæmust ekki inn í fjárlög fyrir næsta ár. Hún sagði í ræðu sinni undir umræðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á Íslandi, að ef þingsályktunartillaga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði fram fyrr í vikunni yrði samþykkt, fæli það í sér að nefnd um málið skilaði ekki af sér fyrr en í nóvember. Í þingsályktunartillögunni er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að framkvæma aðgerðaáætlun til að leiðrétta skuldir heimila. Þetta telur Svandís sérkennilegt, „Þarna er verið að biðja þingið um að biðja ríkisstjórnina um að efna kosningaloforðin sín,“ sagði Svandís. Hún segir tillöguna í besta falli undarlega og bendir á að ef hún verður samþykkt, lýkur sérstök nefnd vinnu sinni í nóvember, og þá verður vinna í fjárlagagerð komin svo langt að það verður of seint að koma málinu á dagskrá fyrir næsta ár. Hún bað því um skýra tímaáætlun, hvenær loforðið kæmist í framkvæmd. Svandís benti svo á að engar nefndir hafi þurft til þess að fella niður veiðileyfagjaldið. Sigmundur Davíð hafnaði þessu og sagði það undarlegt að þingmenn væru undrandi á að því að ekki væru kosningaloforð efnd samstundis. Hann ítrekaði svo gagnrýni sem hann hefur viðhaft áður um að fyrri ríkisstjórn glutraði niður tækifærinu að fella niður skuldir skömmu eftir hrun. Sigmundur sagði einnig að það væri aum pólitík að gera andstæðingnum upp skoðanir og ráðast svo á þær. „Það er því miður nokkuð sem stjórnarandstaðan hefur stundað allengi,“ sagði Sigmundur Davíð sem sagði stjórnarandstöðuna vera á ská og skjön við málflutning sinn frá kosningabaráttunni. Þannig spurði hann hvort stjórnarandstaðan ætlaði að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að bera á borð tillögur sem þarfnist úrlausnar eða hvort það eigi að gagnrýna flokkinn fyrir að leggja fram tillögu sem verði vel unnin svo það sé hægt að búa til góð lög um málið.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira