Segir skuldavanda heimilanna ekki komast inn í næstu fjárlög 13. júní 2013 15:52 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrir stundu að málefni skuldavanda heimilanna kæmust ekki inn í fjárlög fyrir næsta ár. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrir stundu að málefni skuldavanda heimilanna kæmust ekki inn í fjárlög fyrir næsta ár. Hún sagði í ræðu sinni undir umræðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á Íslandi, að ef þingsályktunartillaga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði fram fyrr í vikunni yrði samþykkt, fæli það í sér að nefnd um málið skilaði ekki af sér fyrr en í nóvember. Í þingsályktunartillögunni er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að framkvæma aðgerðaáætlun til að leiðrétta skuldir heimila. Þetta telur Svandís sérkennilegt, „Þarna er verið að biðja þingið um að biðja ríkisstjórnina um að efna kosningaloforðin sín,“ sagði Svandís. Hún segir tillöguna í besta falli undarlega og bendir á að ef hún verður samþykkt, lýkur sérstök nefnd vinnu sinni í nóvember, og þá verður vinna í fjárlagagerð komin svo langt að það verður of seint að koma málinu á dagskrá fyrir næsta ár. Hún bað því um skýra tímaáætlun, hvenær loforðið kæmist í framkvæmd. Svandís benti svo á að engar nefndir hafi þurft til þess að fella niður veiðileyfagjaldið. Sigmundur Davíð hafnaði þessu og sagði það undarlegt að þingmenn væru undrandi á að því að ekki væru kosningaloforð efnd samstundis. Hann ítrekaði svo gagnrýni sem hann hefur viðhaft áður um að fyrri ríkisstjórn glutraði niður tækifærinu að fella niður skuldir skömmu eftir hrun. Sigmundur sagði einnig að það væri aum pólitík að gera andstæðingnum upp skoðanir og ráðast svo á þær. „Það er því miður nokkuð sem stjórnarandstaðan hefur stundað allengi,“ sagði Sigmundur Davíð sem sagði stjórnarandstöðuna vera á ská og skjön við málflutning sinn frá kosningabaráttunni. Þannig spurði hann hvort stjórnarandstaðan ætlaði að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að bera á borð tillögur sem þarfnist úrlausnar eða hvort það eigi að gagnrýna flokkinn fyrir að leggja fram tillögu sem verði vel unnin svo það sé hægt að búa til góð lög um málið. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrir stundu að málefni skuldavanda heimilanna kæmust ekki inn í fjárlög fyrir næsta ár. Hún sagði í ræðu sinni undir umræðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á Íslandi, að ef þingsályktunartillaga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði fram fyrr í vikunni yrði samþykkt, fæli það í sér að nefnd um málið skilaði ekki af sér fyrr en í nóvember. Í þingsályktunartillögunni er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að framkvæma aðgerðaáætlun til að leiðrétta skuldir heimila. Þetta telur Svandís sérkennilegt, „Þarna er verið að biðja þingið um að biðja ríkisstjórnina um að efna kosningaloforðin sín,“ sagði Svandís. Hún segir tillöguna í besta falli undarlega og bendir á að ef hún verður samþykkt, lýkur sérstök nefnd vinnu sinni í nóvember, og þá verður vinna í fjárlagagerð komin svo langt að það verður of seint að koma málinu á dagskrá fyrir næsta ár. Hún bað því um skýra tímaáætlun, hvenær loforðið kæmist í framkvæmd. Svandís benti svo á að engar nefndir hafi þurft til þess að fella niður veiðileyfagjaldið. Sigmundur Davíð hafnaði þessu og sagði það undarlegt að þingmenn væru undrandi á að því að ekki væru kosningaloforð efnd samstundis. Hann ítrekaði svo gagnrýni sem hann hefur viðhaft áður um að fyrri ríkisstjórn glutraði niður tækifærinu að fella niður skuldir skömmu eftir hrun. Sigmundur sagði einnig að það væri aum pólitík að gera andstæðingnum upp skoðanir og ráðast svo á þær. „Það er því miður nokkuð sem stjórnarandstaðan hefur stundað allengi,“ sagði Sigmundur Davíð sem sagði stjórnarandstöðuna vera á ská og skjön við málflutning sinn frá kosningabaráttunni. Þannig spurði hann hvort stjórnarandstaðan ætlaði að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að bera á borð tillögur sem þarfnist úrlausnar eða hvort það eigi að gagnrýna flokkinn fyrir að leggja fram tillögu sem verði vel unnin svo það sé hægt að búa til góð lög um málið.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira