Ungfrú Ísland haldin á nýjan leik Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. júní 2013 20:35 Ungfrú Ísland var síðast haldið árið 2011 en þá fór Sigrún Eva Ármannsdóttir með sigur af hólmi. Guðlaug Dagmar Jónasdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. „Keppnin var ekki haldin í fyrra svo við lítum á þetta sem nýtt upphaf fyrir okkur. Árið í ár er stökkpallur til að gera keppnina nútímalegri og fjölbreyttari,“segir Rafn Rafnsson, nýr framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland. Rafn er ferlinu vel kunnur, en hann sá áður um framleiðslu á beinum útsendingum á keppninni fyrir Skjá einn. Íris Thelma Jónsdóttir, sem keppti í Miss World fyrir Íslands hönd í fyrra, verður hægri hönd Rafns og mun sjá um verkefnastjórnun og kynningarmál fyrir keppnina. Ekki til nein staðalímynd Ungfrú Ísland verður haldin á Broadway 14 september næstkomandi. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks og segir Rafn sækjast eftir enn meiri fjölbreytni en áður hefur verið. „Það er ekki til nein staðalímynd af Ungfrú Íslandi lengur. Hún þarf alls ekki að vera ljóshærð, bláeygð og 1,73 cm á hæð, heldur getur hún verið af afrískum eða asískum uppruna. Möguleikarnir eru fjölmargir og þetta snýst alls ekki bara um útlit,“ segir Rafn. „Dómnefndin er að leita að stúlku sem er með góðan persónuleika, fallegt útlit og þokka.“ Engar forkeppnir í árEftir því sem Rafn kemst næst verða ekki haldnar neinar forkeppnir í ár. Hann tekur þó fram að fulltrúum hinna ýmsu landshluta sé velkomið að halda keppnirnar. „Það er mikið umstang og mikill kostnaður sem fer í að halda svona keppni. Kannski er einfaldara að halda bara eina stóra keppni og sjá til þess að hún sé sem allra glæsilegust. Fulltrúum landshlutanna er þó að sjálfsögðu heimilt að halda sínar keppnir ef þeir vilja.“ Aðspurður segir Rafn keppnina ekki vera barn síns tíma. „Ungfrú Ísland hefur verið haldin síðan 1950 og er hluti af okkar þjóðfélagi. Hver má hafa sína skoðun en það eru mjög margir sem hafa mikinn áhuga á þessu, Þar að auki skapar keppnin frábær tækifæri fyrir þáttakendur.“ Ekkert aldurstakmarkHér er hægt að skrá sig í Ungfrú Ísland eða senda inn ábendingar í keppnina. Formlegt aldurstakmark er ekkert en að sögn Rafns er miðað er við að stúlkurnar séu 18 ára í yngsta falli. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
„Keppnin var ekki haldin í fyrra svo við lítum á þetta sem nýtt upphaf fyrir okkur. Árið í ár er stökkpallur til að gera keppnina nútímalegri og fjölbreyttari,“segir Rafn Rafnsson, nýr framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland. Rafn er ferlinu vel kunnur, en hann sá áður um framleiðslu á beinum útsendingum á keppninni fyrir Skjá einn. Íris Thelma Jónsdóttir, sem keppti í Miss World fyrir Íslands hönd í fyrra, verður hægri hönd Rafns og mun sjá um verkefnastjórnun og kynningarmál fyrir keppnina. Ekki til nein staðalímynd Ungfrú Ísland verður haldin á Broadway 14 september næstkomandi. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks og segir Rafn sækjast eftir enn meiri fjölbreytni en áður hefur verið. „Það er ekki til nein staðalímynd af Ungfrú Íslandi lengur. Hún þarf alls ekki að vera ljóshærð, bláeygð og 1,73 cm á hæð, heldur getur hún verið af afrískum eða asískum uppruna. Möguleikarnir eru fjölmargir og þetta snýst alls ekki bara um útlit,“ segir Rafn. „Dómnefndin er að leita að stúlku sem er með góðan persónuleika, fallegt útlit og þokka.“ Engar forkeppnir í árEftir því sem Rafn kemst næst verða ekki haldnar neinar forkeppnir í ár. Hann tekur þó fram að fulltrúum hinna ýmsu landshluta sé velkomið að halda keppnirnar. „Það er mikið umstang og mikill kostnaður sem fer í að halda svona keppni. Kannski er einfaldara að halda bara eina stóra keppni og sjá til þess að hún sé sem allra glæsilegust. Fulltrúum landshlutanna er þó að sjálfsögðu heimilt að halda sínar keppnir ef þeir vilja.“ Aðspurður segir Rafn keppnina ekki vera barn síns tíma. „Ungfrú Ísland hefur verið haldin síðan 1950 og er hluti af okkar þjóðfélagi. Hver má hafa sína skoðun en það eru mjög margir sem hafa mikinn áhuga á þessu, Þar að auki skapar keppnin frábær tækifæri fyrir þáttakendur.“ Ekkert aldurstakmarkHér er hægt að skrá sig í Ungfrú Ísland eða senda inn ábendingar í keppnina. Formlegt aldurstakmark er ekkert en að sögn Rafns er miðað er við að stúlkurnar séu 18 ára í yngsta falli.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira