Enski boltinn

Aspas á leið til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Liverpool hafa náð samkomulagi við spænska liðið Celta Vigo um kaup á Iago Aspas.

Hann er 25 ára gamall sóknarmaður sem getur líka spilað á kantinum. Kaupverðið mun vera níu milljónir evra eða 1,4 milljarða króna. Aspas skoraði tólf mörk í 34 leikjum á síðasta tímabili.

Hann gekkst undir læknisskoðun í dag og Liverpool staðfesti svo í yfirlýsingu í dag að samkomulag um kaupverð væri í höfn. Aðeins á eftir að ganga frá pappírsvinnu.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Liverpool kaupir í sumar en fyrir var varnarmaðurinn Kolo Toure búinn að semja við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×