Innlent

Mjög ölvaður keyrði á móti umferð

Klukkan hálf þrjú í nótt fékk lögreglan tilkynningu um bíl sem ekið var á móti umferð á Hringbraut.

Lögreglumenn veittu bílnum athygli í Kópavogi en hann var þá mikið skemmdur eftir árekstur.

Í fyrstu virti ökumaður ekki stöðvunarmerki lögreglu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk greiðlega að stöðva aksturinn enda bíllinn varla ökufær.

Ökumaðurinn, karl á fertugsaldri, var mjög ölvaður og færður í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×