Innlent

Magnúsi Hlyni settur stóllinn fyrir dyrnar

Elimar Hauksson skrifar
Magnús Hlynur er hættur að ritstýra Dagskránni og leitar nú á önnur mið, hann segir að hann muni áfram senda inn jákvæðar og skemmtilegar fréttir af suðurlandi
Magnús Hlynur er hættur að ritstýra Dagskránni og leitar nú á önnur mið, hann segir að hann muni áfram senda inn jákvæðar og skemmtilegar fréttir af suðurlandi mynd/Gils Jóhannsson
Sunnlenski fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson er hættur sem ritstjóri Dagskrárinnar, fréttablaði Suðurlands eftir tuttugu ára starf hjá miðlinum.

Magnús tilkynnti þetta á Facebook í gærkvöldi en hann segir eigendur blaðsins hafa sett sér afarkosti um að starfa eingöngu fyrir Dagskránna og mætti hann því ekki senda inn fréttir á aðra miðla. 

„Mér var gert að skrifa undir samning að ég starfaði ekki fyrir neina aðra fjölmiðla en Dagskrána og DFS, ég yrði að hætta hjá 365 miðlum ætlaði ég að vinna áfram hjá fyrirtækinu. Ég gat ekki fallist á þetta og sagði upp störfum og er hættur,“ skrifar Magnús.

Magnús er orðinn landsþekktur fyrir sunnlensk innslög sín í sjónvarpsfréttatíma, fyrst hjá RÚV en nú hjá Stöð 2.

„Ég vil nota tækifæri og þakka þeim sem ég hef verið í samskipti við í gegnum Dagskrána síðastliðin 20 ár kærlega fyrir og DFS síðustu ár. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að senda skemmtilegar og jákvæðar fréttir af Suðurlandi,“ segir Magnús






Fleiri fréttir

Sjá meira


×