Hermanns Gunnarssonar verður minnst í hátíðarsal Vals að Hlíðarenda klukkan 17.15 í dag.
Á heimasíðu Vals segir að Valsmenn minnist eins af þekktustu og bestu sonum félagsins með þakklæti og virðingu. Senda þeir börnum Hermanns, barnabörnum, fjölskyldu og vinum dýpstu samúðarkveðjur.
Minningarstund á Hlíðarenda

Tengdar fréttir

Knattspyrnugoðsögnin Hemmi Gunn
Einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, Hermann Gunnarsson, er fallinn frá. Allt frá því Hermann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1963 með Valsmönnum gegn Akureyri hefur hann glatt þjóðina innan sem utan knattspyrnuvallarins.