Innlent

Glænýr björgunarbátur reyndist vel

VG skrifar
Grímsey.
Grímsey. Mynd / Pjetur Sigurðsson

Björgunarsveitin Sæþór var kölluð út um klukkan þrjú í gærdag vegna vélavana strandveiðibáts.

Báturinn var staddur um 1 sjómílu suður af Grímsey. Fóru 3 félagar á glænýjum björgunarbát Sæþórs til móts við bátinn og drógu hann til Grímseyjar og voru komnir með hann í höfn rúmum hálftíma eftir útkall.

Reyndist báturinn mjög vel þrátt fyrir 8-10 metra vindhraða og krappa kviku en sveitin fékk bátinn aðeins þremur dögum fyrir björgunina.

Daginn áður sóttu tveir félagar Sæþórs annan strandveiðibát sem var vélavana en hann var staddur 7-8 sjómílur frá Grímsey. Þá var notaður fiskveiðibáturinn Konráð sem er í eigu nokkura félaga Sæþórs í Grímsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×