"Þetta er slæmt fyrir alla sjálfstæðismenn“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. nóvember 2013 19:34 Nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir deyfð hafa ríkt yfir borgarstjórnarmálum undanfarið. Nú sé tími fyrir flokkinn að nútímavæðast. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir slæmt gengi kvenna í prófkjörinu í gær mikið vandamál allra sjálfstæðismanna. Óhætt er að segja að kjörsókn hafi verið dræm í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í gær. Um tuttugu og eitt þúsund voru á kjörskrá en kjörsókn var 5.075 atkvæði. Í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2010 kusu um sex þúsund og fimm hundruð manns. Karlar skipa þrjú efstu sæti. Halldór Halldórsson fór með með sigur úr býtum. Hann er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. Júlíus Vífill, fráfarandi oddviti , skipar annað sæti listans og Kjartan Magnússon, einn af sigurvegurum prófkjörsins, skipar þriðja sæti. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um prófkjörið í pistli sem hann birti á Evrópuvaktinni í dag. Þar segir Styrmir það nokkuð augljóst, miðað við kjörsókn, að lítill áhugi hafi verið fyrir prófkjörinu. Þá ítrekar Styrmir að það væri barnaskapur og sjálfsblekking af hálfu borgarfulltrúa og frambjóðenda að halda því fram að ekki sé um að ræða einhverja meinsemd í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég held að það hafi verið ákveðin deyfð yfir stjórnmálunum og það á ekki bara við um Sjálfstæðisflokkinn. En við erum fjöldahreyfing þrátt fyrir allt og fimm þúsund manns rúmlega sem taka þátt í prófkjör er mjög stórt,“ segir Halldór Halldórsson. „Við þurfum að nútímavæðast, til þess einmitt að ná betur til unga fólksins.“ Það er þó ekki aðeins dræm kjörsókn sem vekur athygli í prófkjörinu. Dapurt gengi þeirra kvenna sem gáfu kost á sér er staðreynd, enda raða karlar sér í þrjú efstu sætin. Þorbjörg Helga skipar fjórða sæti með eitt þúsund níu hundruð og áttatíu atkvæði í fyrsta til fjórða sæti. Þar á eftir koma Áslauga María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir í fimmta og sjötta sæti. „Þetta er ekki bara áhyggjuefni fyrir konur. Við skulum halda því til haga. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir alla sjálfstæðismenn,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.Sp. blm. Ætti að taka tillit til kynjahlutfalla þegar raðað er á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg? „Mér fyndist ekki óeðlilegt við það. Hérna voru konur sannarlega að sækjast eftir áhrifum og ég tel mjög eðlilegt að þetta verði skoðað í framhaldinu,“ segir Jarþrúður. Hvernig endanlegur listi Sjálfstæðisflokks kemur til með líta út er með öllu óvíst. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tveir frambjóðendur hið minnsta íhugi að taka ekki sæti á listanum. Má leiða líkur að því að það séu Júlíus Vífill, sem tapaði oddvistasæti sínu, og Þorbjörg Helga, sem hafnaði fjórða sæti en þó efst kvenna. Tengdar fréttir Halldór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna Halldór Halldórsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Hann hafði betur gegn Júlíusi Vífli Ingvarssyni um efsta sætið. 16. nóvember 2013 18:36 Sannleikurinn: Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í prófkjöri sjálfstæðismanna Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kusu Halldór Halldórsson til að tapa fyrir Bjartri Framtíð í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. 17. nóvember 2013 13:58 „Karlar í þremur efstu sætunum getur ekki talist sigurstranglegur listi“ „Þetta er ekki góð niðurstaða fyrir konur í Sjálfstæðisflokknum en fyrst og fremst er þetta slæm niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður landssambands sjálfstæðiskvenna. 16. nóvember 2013 20:47 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir deyfð hafa ríkt yfir borgarstjórnarmálum undanfarið. Nú sé tími fyrir flokkinn að nútímavæðast. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir slæmt gengi kvenna í prófkjörinu í gær mikið vandamál allra sjálfstæðismanna. Óhætt er að segja að kjörsókn hafi verið dræm í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í gær. Um tuttugu og eitt þúsund voru á kjörskrá en kjörsókn var 5.075 atkvæði. Í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2010 kusu um sex þúsund og fimm hundruð manns. Karlar skipa þrjú efstu sæti. Halldór Halldórsson fór með með sigur úr býtum. Hann er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. Júlíus Vífill, fráfarandi oddviti , skipar annað sæti listans og Kjartan Magnússon, einn af sigurvegurum prófkjörsins, skipar þriðja sæti. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um prófkjörið í pistli sem hann birti á Evrópuvaktinni í dag. Þar segir Styrmir það nokkuð augljóst, miðað við kjörsókn, að lítill áhugi hafi verið fyrir prófkjörinu. Þá ítrekar Styrmir að það væri barnaskapur og sjálfsblekking af hálfu borgarfulltrúa og frambjóðenda að halda því fram að ekki sé um að ræða einhverja meinsemd í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég held að það hafi verið ákveðin deyfð yfir stjórnmálunum og það á ekki bara við um Sjálfstæðisflokkinn. En við erum fjöldahreyfing þrátt fyrir allt og fimm þúsund manns rúmlega sem taka þátt í prófkjör er mjög stórt,“ segir Halldór Halldórsson. „Við þurfum að nútímavæðast, til þess einmitt að ná betur til unga fólksins.“ Það er þó ekki aðeins dræm kjörsókn sem vekur athygli í prófkjörinu. Dapurt gengi þeirra kvenna sem gáfu kost á sér er staðreynd, enda raða karlar sér í þrjú efstu sætin. Þorbjörg Helga skipar fjórða sæti með eitt þúsund níu hundruð og áttatíu atkvæði í fyrsta til fjórða sæti. Þar á eftir koma Áslauga María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir í fimmta og sjötta sæti. „Þetta er ekki bara áhyggjuefni fyrir konur. Við skulum halda því til haga. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir alla sjálfstæðismenn,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.Sp. blm. Ætti að taka tillit til kynjahlutfalla þegar raðað er á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg? „Mér fyndist ekki óeðlilegt við það. Hérna voru konur sannarlega að sækjast eftir áhrifum og ég tel mjög eðlilegt að þetta verði skoðað í framhaldinu,“ segir Jarþrúður. Hvernig endanlegur listi Sjálfstæðisflokks kemur til með líta út er með öllu óvíst. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tveir frambjóðendur hið minnsta íhugi að taka ekki sæti á listanum. Má leiða líkur að því að það séu Júlíus Vífill, sem tapaði oddvistasæti sínu, og Þorbjörg Helga, sem hafnaði fjórða sæti en þó efst kvenna.
Tengdar fréttir Halldór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna Halldór Halldórsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Hann hafði betur gegn Júlíusi Vífli Ingvarssyni um efsta sætið. 16. nóvember 2013 18:36 Sannleikurinn: Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í prófkjöri sjálfstæðismanna Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kusu Halldór Halldórsson til að tapa fyrir Bjartri Framtíð í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. 17. nóvember 2013 13:58 „Karlar í þremur efstu sætunum getur ekki talist sigurstranglegur listi“ „Þetta er ekki góð niðurstaða fyrir konur í Sjálfstæðisflokknum en fyrst og fremst er þetta slæm niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður landssambands sjálfstæðiskvenna. 16. nóvember 2013 20:47 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Halldór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna Halldór Halldórsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Hann hafði betur gegn Júlíusi Vífli Ingvarssyni um efsta sætið. 16. nóvember 2013 18:36
Sannleikurinn: Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í prófkjöri sjálfstæðismanna Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kusu Halldór Halldórsson til að tapa fyrir Bjartri Framtíð í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. 17. nóvember 2013 13:58
„Karlar í þremur efstu sætunum getur ekki talist sigurstranglegur listi“ „Þetta er ekki góð niðurstaða fyrir konur í Sjálfstæðisflokknum en fyrst og fremst er þetta slæm niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður landssambands sjálfstæðiskvenna. 16. nóvember 2013 20:47