Erlent

Veiðiþjófar sektaðir um 3,6 milljarða

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Humarinn var seldur ólöglega til Bandaríkjanna.
Humarinn var seldur ólöglega til Bandaríkjanna. mynd/getty
Bandarískur dómstóll hefur dæmt þrjá menn til þess að greiða 3,6 milljarða króna sekt vegna ólöglegra humarveiða.

Veiðarnar áttu sér stað við strendur Suður Afríku á fjórtán ára tímabili frá 1987 til 2001, en aflinn var seldur ólöglega til Bandaríkjanna.

Sektin er sú hæsta af þessu tagi í sögunni og segir talsmaður sjávarútvegsráðuneytis Suður Afríku að niðurstöðunni sé fagnað.

„Þetta sendir sterk skilaboð um að yfirvöld séu á varðbergi og að gripið verði til aðgerða gegn veiðiþjófum.“

Mennirnir eru allir frá Suður Afríku en eru einnig með bandarískan ríkisborgarararétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×