Fótbolti

Scolari farinn að dreyma um góðan árangur á HM

Scolari faðmar Neymar eftir leikinn í gær.
Scolari faðmar Neymar eftir leikinn í gær.
Brasilíumenn fóru á kostum í gær er þeir völtuðu yfir Spánverja, 3-0, í úrslitaleik Álfubikarsins. Neymar skoraði tvö mörk og Fred eitt er Brasilía vann keppnina þriðja árið í röð.

Þjálfari liðsins, Luiz Felipe Scolari, ljómaði eftir leikinn og er strax orðinn bjartsýnn fyrir HM á næsta ári.

"Ég held að mér gæti ekki liðið betur en mér líður núna. Öll jákvæð úrslit hefðu verið góð en að vinna þá 3-0 er miklu betra en ég hafði vonast til," sagði Scolari kátur.

"Við unnum ekki bara stórt heldur spiluðum líka frábærlega. Nú er hægt að byrja að láta sig dreyma um eitthvað meira á næsta ári. Við vitum nú að við erum jafn góðir og hin liðin sem eru líklega til afreka."

HM verður haldið í Brasilíu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×